Hvað er sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfarar veita þjónustu sem miðar að því að bæta, viðhalda og endurhæfa hreyfigetu og virkni fólks. Þeir aðstoða fólk á öllum lífsskeiðum þegar sótt er að hreyfigetu og virkni vegna öldrunar, slysa, sjúkdóma, kvilla, ástands eða umhverfislegra þátta.

Sjúkraþjálfarar stuðla að auknum lífsgæðum fólks með því að huga að líkamlegri, huglægri, tilfinningalegri og félagslegri vellíðan. Þeir starfa innan heilbrigðisgeirans við heilsueflingu, forvarnir, meðferð, þjálfun, hæfingu og endurhæfingu.

Sjúkraþjálfarar eru þjálfaðir í og skyldaðir til að:

  • framkvæma heildstæða skoðun /mat á skjólstæðingi sínum eða þörfum skjólstæðingahóps síns
  • meta niðurstöður skoðunar til að greiningar vanda skjólstæðinga sinna.
  • ákvarða greiningu, horfur og áætlun
  • veita ráðgjöf sem hæfir sérsviði viðkomandi og ákvarða hvort/hvenær það sé skjólstæðing fyrir bestu að leita til annarra heilbrigðisstarfsmanna.
  • útfæra sjúkraþjálfunarmeðferð
  • meta árangur meðferðar
  • leiðbeina um aðferðir til sjálfshjálpar

Þekking sjúkraþjálfara á mannslíkamanum og hreyfifærni hans er lykilatriði til greiningar og ákvörðunar varðandi meðferð og þjálfun skjólstæðinga. Sjúkraþjálfunin tekur þá mið af því hvort verið er að leita til sjúkraþjálfarans vegna heilsueflingar, forvarna, meðhöndlunar, þjálfunar, hæfingar eða endurhæfingar.

Starfssvið sjúkraþjálfara einskorðast ekki við meðhöndlun skjólstæðinga, heldur er sjúkraþjálfara einnig að finna í:

  • stefnumótun í heilbrigðiskerfinu
  • hagsmunagæslu fyrir skjólstæðinga
  • ráðgjöf og leiðbeiningu til annarra (heilbriðgisstétta)
  • handleiðslu
  • stjórnun
  • kennslu
  • rannsóknum
  • þróun og innleiðingu heilbrigðisáætlana, staðbundið, landsbundið og á alþjóðlegum grunni.


Sjúkraþjálfarar eru ýmist sjálfstætt starfandi eða hluti af teymi fleiri heilbrigðisstétta og eru bundnir siðareglum heimssambands sjúkraþjálfara (WCPT). Leita má til sjúkraþjálfara án tilvísunar frá lækni.

Sjá nánar á http://www.wcpt.org/policy/ps-descriptionPT