Námskeið FS: Evidence based management of musculoskeletal pain

Þorvaldur Skúli Pálsson Ph.D og Steffen Wittrup Christensen MT

Lokað fyrir skráningu

  • Dagsetning:
    21. maí 2016
  • Staðsetning: Húsnæði Ísí, Engjavegi 6
  • Tími:
    09:00 - 17:00
  • Bókunartímabil:
    18. september 2015 - 1. maí 2016
  • Almennt verð:
    35.000 kr.
  • Fagdeild verð:
    30.000 kr.

 

Farið verður yfir grunnþætti í lífeðlisfræði verkja, allt frá bráðaverkjum til krónískra verkja þar sem áhersla er lögð á hvernig birtingarmynd einkennanna er á mismunandi stigum þ.e.a.s. hvaða einkennum sjúklingurinn myndi yfirleitt kvarta yfir. Talað verður um hvernig hægt sé að mæla verki, birtingarmyndir verkja og sársaukanæmi. Fjallað verður um verki innan hins vefsálræna ramma þar sem sýnt verður fram á hvernig þessir þættir (líkamlegir og sálrænir) eru tengdir á taugalífeðlisfræðilegu plani og þess vegna ekki hægt að aðskilja þá eins og oft er gert. Verklegar æfingar eru nýttar til að meta ástand ”verkjakerfisins” og eru settar í samband við algenga klíníska þætti eins og leiðniverki og verki hjá fólki með vefjagigt. Að lokum verður fjallað um hvað gerist í þeim hluta taugakerfisins sem hefur með verki að gera við meðhöndlun. Dæmi um þetta er hvernig mismunandi meðferðarform í raun og veru virka, hvað getur valdið því að sama meðferð á svipuð einkenni hefur ekki alltaf sömu áhrif og mikilvægi þess að klæðskerasauma meðferð eftir því hvaða þættir valda einkennunum. Mikið verður lagt upp úr því að tengja umfjöllunarefnið við klínikkina þ.e.a.s. að útskýra það sem við erum að fjalla um með raunverulegum dæmum. Viðfangsefnið er flókið en að loknu námskeiðinu er markmiðið að þátttakendur á námskeiðinu fari heim með verkfæri sem geta nýst þeim í sínu starfi daginn eftir. Kennararnir vinna báðir klínískt samhliða rannsóknum og kennslu því þeim finnst mikilvægt að hafa djúpan skilning á því verkjavandamáli sem verið er að fást við hverju sinni, hvað viðhaldi því og hvaða þáttum þurfi að taka á við meðhöndlunina.

Lokað fyrir skráningu