Fyrirlestur: Jákvæð sálfræði

Jóhanna Marín Jónsdóttir sjúkraþjálfari

Lokað fyrir skráningu

  • Dagsetning:
    27. janúar 2016
  • Staðsetning: Borgartún 6
  • Tími:
    20:00 - 22:00
  • Bókunartímabil:
    10. desember 2015 - 20. janúar 2016
  • Almennt verð:
    5.000 kr.
  • Fagdeild verð:
    3.000 kr.

ATH! Skráningarfrestur hér á heimasíðunni er til 20. janúar. Einnig er hægt að greiða við innganginn en þá er verðið 5000kr. (Ekki er tekið við greiðslukortum eða millifærslum).

Fræðslukvöld um jákvæða sálfræði (positive psychology). Haustið 2014 var byrjað að kenna jákvæða sálfræði á meistarastigi við Endurmenntun háskóla Íslands. Námið er 60 ECTS einingar og er kennt frá september til september. Jóhanna Marín Jónsdóttir sjúkraþjálfari hefur nýlokið þessu námi og langar að miðla til kollega sinna nokkrum spennandi og hagnýtum þáttum úr náminu. M.a. verður fjallað um núvitund og núvitund með sjálfs-hluttekningu (mindfullness with self-compassion) og nokkrar æfingar prófaðar. Markþjálfun skoðuð og möguleikar að nýta hana fyrir sjúkraþjálfara. Talað um persónu styrkleika og VIA styrkleikaprófið kynnt. Ýmis inngrip sem hafa verið rannsökuð innan jákvæðu sálfræðinnar til að auka velferð og vellíðan skoðuð. Spurningunni hvernig getur jákvæð sálfræði nýst sjúkraþjálfurum í leik og starfi velt upp og reynt að finna svör við henni með ýmsum dæmum..

Lokað fyrir skráningu