Fyrirlestur: Sálvefræn nálgun og aðferðir í sjúkraþjálfun.

Fyrirlesari: Anna Kristín Kristjánsdóttir

Lokað fyrir skráningu

  • Dagsetning:
    17. febrúar 2016
  • Staðsetning: Borgartún 6
  • Tími:
    20:00 - 22:00
  • Bókunartímabil:
    11. janúar 2016 - 10. febrúar 2016
  • Almennt verð:
    5.000 kr.
  • Fagdeild verð:
    3.000 kr.

ATH! Skráningarfrestur hér á heimasíðunni er til 10.febrúar 2016. Einnig er hægt að greiða við innganginn en þá er verðið 5000kr. (Ekki er tekið við greiðslukortum eða millifærslum).


-Fyrirlestrinum hefur verið aflýst vegna ónægrar þátttöku-



Fræðslukvöld um Sálvefræna nálgun og aðferðir í sjúkraþjálfun - Basic Body Awareness Therapy (BBAT)

Í BBAT er lögð áhersla á að tengja núvitund og líkamsskynjun með þau markmið að:
* Taka eftir óæskilegum vanamynstrum stellinga og hreyfinga.
* Bæta gæði hreyfinga í daglegu lífi.
* Hindranir í að ná settum markmiðum sem tengjast hugsunum og tilfinningum eru jafnframt skoðaðar og leitað lausna.
BBAT er fyrir þau sem vilja bæta tengsl við líkama sinn, bæta líkamsstjórn og auka sjálfstraust. BBAT er bæði einstaklings- og hópmeðferð. Í hópmeðferðinni er jafnframt lögð áhersla á samskiptaæfingar, s.s. nudd og speglun. BBAT aðferðin var upphaflega sniðin að þörfum fólks með geðraskanir, s.s. geðklofa, kvíða- og áfallastreituraskanir en er í dag einnig beitt í almennri endurhæfingu, í meðferð aldraðra, á verkjaklíníkum og víðar.
Efni fræðslunnar er:
-Hvað er BBAT?
-Sögulegar rætur
-Kenningar sem aðferðin byggir á
-Markhópar
-Viðfangsefni
-Nokkrar niðurstöður rannsókna

Í lokin verður boðið upp á leiðsögn s.k.v. þessari nálgun og þátttakendum gefst tækifæri á að kynnast 1. hluta s.k. Dropsynudds sem gefið er utanyfir fötin og notað er í BBAT. Æskilegt er að mæta í þægilegum fötum sem hindra ekki hreyfingar og hlýjum sokkum.

Lokað fyrir skráningu