Dagur sjúkraþjálfunar 2016

Lokað fyrir skráningu

  • Dagsetning:
    4. mars 2016
  • Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica
  • Bókunartímabil:
    14. janúar 2016 - 2. mars 2016
  • Almennt verð:
    16.500 kr.
  • Fagdeild verð:
    16.500 kr.

Föstudaginn 4. mars 2016 mun Félag sjúkraþjálfara halda "Dag sjúkraþjálfunar" á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskráin stendur yfir allan daginn og er hér meðfylgjandi:


Dagskra-4-mars-2016 

Dagskráin verður fjölbreytt eins og fyrri ár. Meðal erinda eru málstofur um fagpólitík og öldrun, fyrirlestrar um nýjungar í slitgigt, endurhæfingu aldraðra, hreyfiþroska barna og lífaflfræði og vöðvavirkni þungaberandi fótar við spyrnur. 

Aðalfyrirlesari dagsins verður Dr. Jeremy Lewis, sem mun halda tvo fyrirlestra, annars vegar um gagnreynda nálgun á "Frozen shoulder contracture syndrome" og hins vegar um réttmæti "Subacromial decompression " aðgerða. Í framhaldi af Degi sjúkraþjálfunar verður Dr. Jeremy Lewis með tveggja daga námskeið fyrir sjúkraþjálfara, sem nefnist: „The shoulder: Theory & Practice“ sem löngu er orðið fullbókað á.

Dagur sjúkraþjálfunar hefur verið árlegur viðburður hjá sjúkraþjálfurum síðastliðin ár og sækir hann stærsti hluti stéttarinnar ár hvert. Við vonumst til að sjá sem allra flesta sjúkraþjálfara í ár.

Nánari upplýsingar, s.s. um framkvæmdanefnd, má finna á "Dagur sjúkraþjálfunar 2016" á http://www.physio.is/fagmal/dagur-sjukrathjalfunar/


Þátttökugjald:

Félagsmenn: 11.500 kr (frá og með 27. febrúar: 16.500 kr)
Utan félags: 16.500 kr 
Skráning hér að neðan

Nemar í grunnnámi, heiðursfélagar, +65 ára og öryrkjar: 7.500 kr
Skráning á skrifstofu félagsins, sjukrathjalfun@bhm.is

Lokað fyrir skráningu