Námskeið FS: Grunnnámskeið í nálastungumeðferð fyrir sjúkraþjálfara

Magnús Ólason

Lokað fyrir skráningu

  • Dagsetning:
    30. janúar 2015 - 1. febrúar 2015
  • Staðsetning: salur 1
  • Bókunartímabil:
    1. nóvember 2014 - 31. janúar 2015
  • Leiðbeinandi:
    Magnús Ólason
  • Almennt verð:
    58.000 kr.
  • Fagdeild verð:
    48.000 kr.

Námskeiðið verður haldið í ÍSÍ þann 30-31.janúar 2015 og á Reykjalundi þann 1.febrúar 2015.
Á sunnudeginum, þann 1.febrúar 2015 verða verklegar æfingar á Reykjalundi og þátttakendum skipt í tvo hópa (annar hópurinn mætir fyrir en hinn eftir hádegi). Helst er ætlast til að þátttakendur – af Reykjavíkursvæðinu alltént – útvegi sjúklinga til að meðhöndla undir handleiðslu.

Markmið námskeiðs: Að gefa innsýn og fræðslu um teoretísk og praktísk atriði nálastungumeðferðar svo þátttakendur geti byrjað að beita aðferðinni á nokkra stoðkerfiskvilla.

Dagskrá

Föstudagur 30.janúar (Kl. 17.00 – 21.00)
Kl. 17.00 Kynning á námskeiði
Kl. 17.15 Sögulegur inngangur
Kl. 18.00 Hvernig virkar nálastungumeðferð?
Kl. 18.30 Matur
Kl. 19.00 Um vísindalegan bakgrunn
Kl. 20.00 RCT- rannsóknir og EBM

Laugardagur 31.janúar  (Kl. 09.00- 16.00)
Kl 09.00 Hvað er nýtt? Trigger punktar.
Kl. 09.45 Hvernig á að stinga?
Kl. 10.30 Sýnikennsla einn sjúklingur meðhöndlaður (migren)
Kl 10.45 Kaffi
Kl. 11.00 Um val á punktum
- Hefðbundin kínversk læknisfræði (HKL)
- Nálastungur til vesturlanda
-- Staðan á Íslandi
- Sýn vesturlanda
Helstu lífeðlisfræðilegar skýringar
Fjallað um rannsóknir og skort á rannsóknum á ágæti nálastungumeðferðar
– Um tæknileg atriði og sóttvarnir
- Val samkv. HKL
- Triggerpunktar
- Að vestrænum hætti
Kl. 11.45 Sýnikennsla einn sjúklingur meðhöndlaður
Kl. 12.00 Verkleg æfing, ”Að stinga náungann”. Þátttakendur æfa sig.
Kl. 12.30 Sýnikennsla einn sjúklingur meðhöndlaður. (KHE central pain)
Kl. 12.45 Matur
Kl. 13.15 Lítið eitt um þráláta verki
Kl. 14.00 Um ábendingar og frábendingar
Kl. 14.45 Video – 5 sjúklingar meðhöndlaðir
Kl. 15.15 Hvernig beiti ég nálastungumeðferð
Kl. 15.45 Samantekt
– Dæmi um sjúkdóma sem hægt er að meðhöndla
– Nokkur dæmi um punktaval
(+ kaffi)
- Nokkrar reynslusögur og dæmi

Sunnudagur 1. febrúar . Reykjalundur - verkleg kennsla.
Frá kl 09.00
Tveir hópar – ca 10-12 fyrir hádegi og ca 8 eftir hádegi

Fyrri hópur frá kl 09.00 – ca 12.00
Seinni hópur frá kl 12.00 – ca 15.00

Hver og einn kemur með ”sjúkling” til að meðhöndla, má vera náinn ættingi sem leikur sjúkling, eða einhver úr praxis frá viðkomandi nemanda.

Bæklingur á íslensku um nokkrar forskriftir fyrir nálastungumeðferð (Magnús Ólason, 2010) fæst keyptur á námskeiðinu á kostnaðarverði.

 Nokkur hliðsjónarrit og fræðibækur:

  1. Peter Deadman. A manual of ACUPUNCTURE. Nýjasta útgáfa (júlí 2007) kostar 80 pund á Amazon (www.amazon.co.uk). MÆLI MEÐ!
  2. J Filshie og A White. Medical Acupuncture. A Western Scientific Approach. 90 pund (of dýr finnst mér!).
  3. Color Atlas of Acupuncture: Body Points, Ear Points, Trigger Points eftir Hans-Ulrich Hecker (kilja – 2001). Kostar 27 pund á Amazon. ER VINSÆL!
  4. Acupuncture in Physiotherapy: Key Concepts and Evidence-Based Practice (kilja). Val Hopwood. 27 pund. Þekki ekki þessa bók.
  5. An Introduction to Western Medical Acupuncture. ( kilja; 2008) Eftir Adrian White ofl. Um 38 pund á Amazon. Fær góða dóma.
  6. A Practical Guide to Acu-points [kilja] eftir Chris Jarmey og Ilaira Bouratinos, Fær mjög góða dóma. Ca 20 pund á Amazon.
  7. Acupuncture for New Practitioners (kilja) e. John Hamwee. 13 pund. Fær mjög góða dóma.

Lokað fyrir skráningu