Skilmálar Fræðslunefndar FS

Skilmálar vegna skráninga á námskeið Félags sjúkraþjálfara Samþykktir á fundi stjórnar FS, dags. 7. desember 2021

  1. Einstaklingar skulu sækja um þátttöku í eigin nafni. Umsækjandi fær sendan sjálfvirkan tölvupóst við skráningu þar sem fram kemur hvort hann sé með staðfest pláss á námskeiðið eða er skráður á biðlista.

  2. Ef einstaklingur hættir við þátttöku átta vikum fyrir námskeið getur hann fengið 75% af námskeiðsgjaldinu endurgreitt, 25% námskeiðsgjalds telst staðfestingagjald og fæst ekki endurgreitt. Ef einstaklingur hættir við þátttöku þegar tvær til átta vikur eru í að námskeið hefjist, getur hann fengið 50% af námskeiðsgjaldinu endurgreitt.

    Sé fullbókað á námskeiðið og það tekst að fylla í plássið af biðlista fæst full endurgreiðsla námskeiðsins, óháð tímasetningu tilkynningar.
    Ef um sérstakar aðstæður er að ræða (s.s. fráfall nákomins, skyndleg veikindi oþh.) er hægt að óska eftir því að erindi um endurgreiðslu þátttökugjalds verð tekið fyrir á fundi fræðslunefndar. Fræðslunefnd áskilur sér rétt til að samþykkja eða synja einstaka beiðnum óháð starfsreglum þessum.
    Óskir um allar breytingar berist til skrifstofu FS á netfangið: steinunnso@bhm.is

  3. Fræðslunefnd FS áskilur sér rétt til að fella niður námskeið sé þátttaka ófullnægjandi. Ef leiðbeinandi námskeiðs forfallast finnur Fræðslunefnd FS nýja dagsetningu fyrir námskeiðið. Þeir sem ekki eiga tök á að sækja námskeiðið á þeim dagsetningum fá fulla endurgreiðslu.

  4. Fræðslunefnd er ekki ábyrg fyrir óendurkræfum kostnaði, s.s. flugi og gistingu, þrátt fyrir að námskeiði verði aflýst.

  5. Þegar þátttakandi skráir sig á námskeið ber viðkomandi sjálfur ábyrgð á skemmdum eða þjófnaði á persónulegum munum sem og áverkum eða slysum sem hlotist geta af þátttöku í námskeiði.

  6. Fræðslunefnd er heimilt að setja skilyrði fyrir þátttöku sem orsakast af sóttvarnarreglum eða öðrum aðstæðum í þjóðfélaginu sem kalla á sérstaka gát og skulu vera í samræmi við reglur hverju sinni. Sé um slíkt að ræða gilda þau viðmið sem upp eru gefin í lið 2 (sérstakar aðstæður).

Reykjavík, 7. desember 2021

Félag sjúkraþjálfara Fræðslunefnd FS


Til upplýsinga varðandi skráningar á námskeið Félags sjúkraþjálfara

Tölvupósturinn sem hinn skráði fær úr skráningarkerfinu er kvittunin fyrir námskeiðið – þátttakendur þurfa að halda honum vel til haga.

Rétt er að benda á að félagsfólk sem greiðir í starfsmenntunarsjóð BHM og/eða í Starfsþróunarsetur Háskólamanna getur átt rétt á styrk til greiðslu námskeiðsgjalds og ferða- og hótelkostnaðar úr þeim sjóðum. Einnig skal áréttað að hafi félagi fengið styrk úr fyrrnefndum sjóðum, er ekki gerð krafa um endurgreiðslu styrksins þótt félagi forfallist og geti ekki nýtt sér námskeiðið, sjá reglur sjóða BHM: https://www.bhm.is/styrkir-og-sjodir/