Viðburðir

BS nám í sjúkraþjálfunarfræðum - málstofa

Málstofa um breytt landslag í námi sjúkraþjálfara

  • 31.1.2017, 15:00 - 17:00, Borgartún 6

Stjórn FS hefur ákveðið að kalla saman hóp til að ræða breytt landslag fagsins okkar og sér í lagi þá staðreynd að nú í vor munu í fyrsta skipti verða útskrifaðir nemar með BS gráðu í sjúkraþjálfunarfræðum. Málstofa með þessum umræðuhóp verður haldin þriðjudaginn 31. janúar nk kl 15 í húnsnæði FS hjá BHM, Borgartúni 6, Reykjavík.

Umræðuhópurinn samanstendur af fulltrúum námsbrautar, nemum, yfirsjúkraþjálfurum, stofueigendum og formanni félagsins.

Stóra spurningin sem við þurfum að fá svar við er: Hvar sjáum við tækifæri fyrir þá nema sem útskrifast með BS í sjúkraþjálfunarfræðum en halda ekki áfram í master til starfsréttinda?

Margar aðrar spurningar vakna, sem ætlunin er að fá umræður um.

Fulltrúar námsbrautar hafa framsögu um málið og svara spurningum á borð við:

Hvernig sér námsbrautin fyrir sér að BS í sjúkraþjálfunarfræðum nýtist fólki, ef það heldur ekki áfram í MS í sjúkraþjálfun?

Hvaða nám annað er skynsamlegt framhald af BS í sjúkraþjálfunarfræðum?

Hvað skilboð hefur námsbrautin sent til nema í sjúkraþjálfun sem eru að velta framtíðinni fyrir sér?

 

Yfirsjúkraþjálfara og stofueigendur ræða spuninguna: Er hægt að nýta fólk með BS í sjúkraþjálfunarfræðum á einhvern hátt á stofum/stofnunum?

 

Nemarnir segja frá sínum hugmyndum og hvernig þeir sjá framtíðina fyrir sér eftir 3 ára BS nám.

Af hálfu félagsins er spurningum um félagsaðild ósvarað. Núverandi lög félagsins gera ráð fyrir að fólk þurfi að vera með starfsréttindi til að eiga inngöngu í félagið (nema þegar um nemaaðild er að ræða).

Umræðuhópurinn:

Kristín Briem – prófessor við námsbraut í Sjúkraþjálfun
Ásdís Kristjánsdóttir – forstöðusjúkraþjálfari Reykjalundi
Ragnheiður Einarsdóttir – yfirsjúkraþjálfari Landspítala
Auður Ólafsdóttir – eigandi Styrks, sjúkraþjálfunar
Aðalbjörg Birgisdóttir – 3 árs nemi í sjúkraþjálfun
G. Vilhjálmur Konráðsson – formaður nemendafélags í sjúkraþjálfun
Unnur Pétursdóttir – formaður Félag sjúkraþjálfara

 

Við vonumst til að félagsmenn og nemar í sjúkraþjálfun sem áhuga hafa á málefninu fjölmenni og taki virkan þátt í umræðunum.

 

Stjórn FS