Viðburðir

Aðalfundur og fræðsla Félags sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu

Af því tilefni viljum við hvetja félaga í FS sem  meðhöndla fólk með kvíða- og áfallastreituraskanir, vefjagigt, síþreytu og langvinna verki að kynna sér þetta undirfélag 

  • 29.9.2016, 17:15 - 19:00, Borgartún 6

Félag sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu (FSSH) heldur aðalfund og fræðslufyrirlestur mið. 29. sept kl 17.15 í húsnæði félagsins hjá BHM, Borgartúni 6, Reykjavík.

Alþjóðleg ráðstefna IC-PPMH (International  Conference of Physical Therapy in Psychiatry and Mental Health) verður haldin í apríl 2018 hér á Íslandi. Af því tilefni viljum við hvetja félaga í FS sem  meðhöndla fólk með kvíða- og áfallastreituraskanir, vefjagigt, síþreytu og langvinna verki að kynna sér þetta undirfélag WCPT (sjá: www.icppmh.org) Nokkrir félagar FSSH hafa sótt ráðstefnur annað hvert ár  til að taka þátt í þeirri þróun sem á sér stað á þessum vettvangi.

Aðalfundur FSSH verður haldinn fimmtudaginn 29. september n.k. í Borgartúni 6 og hefst  kl. 17:15.  Hann verður stuttur að vanda og hvetjum við áhugasama að mæta og ganga í félagið.  Um kl. 17:45 munu Hulda B Hákonardóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Sigrún Guðjónsdóttir fræða okkur um ráðstefnuna sem þær sóttu í Madrid í mars s.l. Fræðslan er einnig opin öllum áhugasömum.  

Einnig er hægt að leita upplýsinga og sækja um inngöngu í félagið með því að senda tölvupóst til Huldu B Hákonardóttur netfang:  hulda.b.h@gmail.com  og Kristínar Rós Óladóttur netfang: kristin@bjarg.is

 

Stjórn FSSH