Um greiðslur félagsgjalda og framlög í sjóði.

Félagsgjöld til FS sem dregin eru mánaðarlega af  launum félagsmanna og vinnuveitandi gerir skil á eru 1,1% af heildarlaunum (tók gildi frá 01.04.2022). 
FS er nr. 616.    

Mótframlagið er þannig að vinnuveitandi greiðir:

    í Orlofssjóð BHM 0.25% af heildarlaunum,
    í Starfsmenntunarsjóð BHM 0.22% af heildarlaunum.
    í Starfsþróunarsetur háskólamanna 0,70% af heildarlaunum.
    í Sjúkrasjóð BHM 1% - fyrir félagsmenn á almennum markaði.
    í Fjölskyldu- og styrktarsjóð 0,75% af heildarlaunum. - fyrir félagsmenn í 
    ríkisþjónustu frá 1. jan. 2020.
    í Vísindasjóð FS 1,5% af föstum dagvinnulaunum - 
    á við um sveitarfélögin og er valkvætt á almennum markaði. Á ekki við um sjálfstætt starfandi.


 Ath.: Aðeins er greitt annaðhvort í Fjölskyldu- og styrktarsjóð eða í Sjúkrasjóð - aldrei í báða sjóðina fyrir sama félagsmann.

Allar greiðslur vegna félagsgjalda og iðgjalda í vísindasjóð, orlofssjóð, starfsmenntunarsjóð, fjölskyldu- og styrktarsjóð og sjúkrasjóð eiga að greiðast inn á neðangreindan bankareikning.

Bankareikningur BHM v/iðgjalda 0515-26-550000 kt. 630387-2569.

Skilagreinar:
Launagreiðendum ber að senda skilagreinar fyrir hvern mánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum til sjóða og stéttarfélaga fyrir hvern launþega til BHM, fyrir 10. hvers mánaðar. Nauðsynlegt er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á hverri skilagrein.

Krafa myndast í netbanka launagreiðanda þegar skilagrein hefur borist og hún hefur verið bókuð þ.e. í lok dags. Eigi greiðsla sér ekki stað fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.
Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir útborgunarmánuð en eindagi síðasti virki dagur þess mánaðar.

Senda má rafrænt með XML í gegnum síðuna www.skilagrein.is (Opnast í nýjum vafraglugga) eða SAL færslu með tölvupósti á netfangið skilagreinar@bhm.is hinsvegar. Ekki þarf að setja inn lykilorð þó beðið sé um það í sumum kerfum.
Hér er ennfremur slóð inn á rafrænt form fyrir skilagreinar til að senda inn beint.

Heimilisfang fyrir skilagreinar sem berast í pósti:
Bandalag háskólamanna
Borgartúni 6, v/BIB
105 Reykjavík

Netfang fyrir skilagreinar: skilagreinar@bhm.is  


Félag sjúkraþjálfara <> sjúkraþjálfun í 80 ár <> 1940 – 2020