Að loknum Degi sjúkraþjálfunar 2017

Vel heppnaður Dagur að baki – við hlökkum strax til næsta dags að ári

21.2.2017

Vel heppnaður Dagur að baki – við hlökkum strax til næsta dags að ári

IMG_6515Dagur sjúkraþjálfunar var haldinn þann 17. febrúar á Hótel Nordica í Reykjavík. Þátttaka var afar góð, rétt tæplega 300 sjúkraþjálfarar komi til að hlýða á góða fræðslu, ræða fagfélagsmál og svo bara sýna sig og sjá aðra. Aðalfyrirlesari dagsins var James Moore, yfirsjúkraþjálfari breska Ólympíuiðsins, sem hélt áhugaverða fyrirlestra annars vegar um undirbúning og ferð breska liðsins til Ríó sl. sumar og hins vegar um hamstringsvandamál.

Einnig héldu fjölmargir íslenskir sjúkraþjálfarar erindi sem sýnir þá grósku sem er í rannsóknum og verkefnum íslenskra sjúkraþjálfara.

IMG_6670Viðurkenningu fyrir sérfræðiréttindi fengu þær:

Eygló Traustadóttir – stoðkerfissjúkraþjálfun -bæklun
Aníta Sigurveig Pedersen – íþróttasjúkraþjálfun
Árný Lilja Árnadóttir – íþróttasjúkraþjálfun
Helena Magnúsdóttir – íþróttasjúkraþjálfun
Unnur Sædís Jónsdóttir - íþróttasjúkraþjálfun

Hvatningaverðlaunin að þessu sinni hlutu þau Rúnar Marinó Ragnarsson og Sólveig Steinþórsdóttir fyrir ótrúlega elju og vinnu í nefnd um mat á menntun, sem sett var á laggirnar vegna nýs menntunarákvæðis í samningi sjúkraþjálfara við SÍ.

Styrk úr Þýðingarsjóði Vísindasjóðs FS árið 2016 hlaut Anna Lára Ármannssdóttir vegna verkefnisins: Prosthetic Mobility Questionnaire - Hreyfifærni með stoðtæki

Sigurður Sölvi Svavarsson gengur úr stjórn FS eftir margra ára stjórnarsetu og þakkaði formaður honum farsælt samstarf.

IMG_6677Framkvæmdanefndin var kölluð upp á svið og henni þökkuð góð störf. Nefndina skipuðu að þessu sinni þau:

Andri Helgason
Helga Ágústsdóttir
Magnús Birkir Hilmarsson
Margrét Sigurðardóttir
Steinunn S. Kristjánsdóttir

 Í lok dagsins var kíkt í glas og haft í huga að „maður er manns gaman“.

Fjölmargar myndir af Degi sjúkraþjálfara 2017 má finna á facebook síðu félagsins,

https://www.facebook.com/felag.sjukrathjalfara/

Við þökkum öllum fyrir komuna og einnig þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem kynntu vörur sína og þjónustu á deginum.


Fh. stjórnar FS og framkvæmdanefndar Dags sjúkraþjálfunar 2017

Unnur P
Form FS.