ENPHE ráðstefna á Íslandi í september 2017

ENPHE stendur fyrir European Network of Physiotherapy in Higher Education

23.3.2017

ENPHE stendur fyrir European Network of Physiotherapy in Higher Education

Dagana 22.-23. september 2017 mun Námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands halda Evrópuráðstefnu fyrir kennara og nemendur sem eru meðlimir í European Network of Physiotherapy in Higher Education (ENPHE).

ENPHE ráðstefnur eru haldnar árlega og er markmiðið að auka samvinnu milli evrópskra háskóla sem bjóða upp á nám sjúkraþjálfun.  Heiti ráðstefnunnar hér á Íslandi í haust verður „Physiotherapy Education in a Changing Society“ eða Nám í sjúkraþjálfun og samfélagsbreytingar.  Þátttakendur á ráðstefnunni munu leitast við að svara spurningum um hvernig við menntum sjúkraþjálfara til starfa í samfélagi sem er í hraðri þróun.  Í fyrirlestrum og málstofum verður lögð áhersla á heilsueflingu, forvarnir, tækni og fjölmenningu.

Við erum sérstaklega stolt að kynna tvo heimskunna sjúkraþjálfara sem munu flytja lykilerindi um menntun í sjúkraþjálfun. Dr. Lynn Snyder-Mackler, frá BNA er þekktur rannsakandi, kennari og klíníker á sviði íþrótta- og bæklunarsjúkraþjálfunar. Árið 2015 fékk hún til dæmis æðstu viðurkenningu ameríska sjúkraþjálfunarfélagsins fyrir störf sín.  Dr. Elizabeth Dean, sjúkraþjálfari frá Kanada er heimsþekkt sem ötull talsmaður heilsueflingar innan sjúkraþjálfunar. Hún hefur hvatt íslenska sjúkraþjálfara til dáða á því sviði og lagt Námsbraut í sjúkraþjálfun lið sem gestaprófessor.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á www.enphe2017.com þar sem opið er fyrir skráningu og tekið er við ágripum frá þátttakendum. Sjúkraþjálfarar sem vinna sem stundakennarar við Námsbraut í sjúkraþjálfun skrá sig sem ENPHE members.  Aðrir sjúkraþjálfarar eru velkomnir og skrá sig sem ENPHE non members.

Við hvetjum alla sjúkraþjálfara sem hafa áhuga á menntamálum innan fagsins að skrá sig og taka þátt.

 

Ráðstefnunefndin,

Björg, Þórarinn og Sólveig Ása