Frá Evrópuráðstefnu sjúkraþjálfara

ER-WCPT Liverpool 2016

14.11.2016

ER-WCPT Liverpool 2016

IMG_0443Evrópuráðstefna sjúkraþjálfara var haldin í Liverpool í síðustu viku og sóttu hana 13 íslenskir sjúkraþjálfarar ásamt 1200 kollegum frá allri Evrópu og reyndar víðar, því á ráðstefnunni voru þátttakendur frá 57 þjóðlöndum. Björg Guðjónsdóttir, kennari við HÍ var með fyrirlestur um menntamál, Sólveig Ása Árnadóttir, sem einnig er kennari við HÍ (í rannsóknarleyfi) var með veggspjald og Unnur Pétursdóttir, formaður FS var fundarstjóri á umræðufundi nema og nýútskrifaðra ásamt því að vera með framsögu og í panelumræðum um notkun samfélagsmiðla.

Opnunarræðu ráðstefnunnar hélt Michael Brennan, framkvæmdastjóri Kanadíska sjúkraþjálfunarfélagsins. Hann er hagfræðingur að mennt, en giftur sjúkraþjálfara og sonur sjúkraþjálfara. Honum var tíðrætt um að þótt sjúkraþjálfarar viti sjálfir hvers megnugir þeir séu, þá sé nauðsynlegt að tala sama tungumál og þeir sem halda utan um stefnumótun og peningahirslur heilbrigðiskerfanna og það gerum við best með því að setja fram vönduð gögn um árangur meðferðar okkar, sjá: http://www.csp.org.uk/news/2016/11/11/er-wcpt-canadian-physiotherapy-association-chief-says-profession-must-demonstrate-it En hann sagði fleira, orðrétt og óþýtt: „You have this gift: the ability to empathise, to give beyond expectation, to absorb others‘ pain and radiate gladness and determination“. Ekki slæm ummæli það.

20161111_093852


Einnig héldu þar ræður þær Emma Stokes, forseti WCPT sem við munum eftir frá Degi sjúkraþjálfunar 2015 og Kari Bö, sem er mörgum íslenskum sjúkraþjálfurum að góðu kunn.


Ráðstefunni var skipt upp í 5 meginþætti sem voru þessir:

Policy, Strategy and influencing
Research, Education and Practice
Practice in a Digital Age
Responding to changing Population Needs
Public Health, Prevention and Social Care

http://www.liverpool2016.com/programme/themes

Óhætt er að segja að þetta hafi verið tveir afar strembnir en ánægjulegir dagar sem liðu örskjótt í hringiðu kollega hvaðanæva að. Það var ekki síður mikilvægur þáttur ráðstefnunnar að ná að tengjast kollegum annars staðar frá, heyra hvað er í gangi í þeirra heimahögum og átta sig á að við Íslendingar getum að mörgu leiti verið afar stolt af stöðu okkar fólks á alþjóðlegan mælikvarða.

 

Unnur P.
Form. FS