Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari hefur verið ráðinn til WCPT

Héðinn var formaður FÍSÞ á árunum 2008-2012

21.2.2017

Héðinn var formaður FÍSÞ á árunum 2008-2012

Hedinn-Jons

Það er einstakt gleðiefni að Héðinn Jónsson, fv formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri á skrifstofu Heimssambands sjúkraþjálfara (WCPT) í London. Starfið heyrir beint undir framkvæmdastjóra samtakanna. Héðinn mun verða starfsfólki WCPT, stjórn, aðildarfélögum og fleirum til ráðgjafar varðandi fagleg mál tengd sjúkraþjálfun, bæði námi og starfi. Einnig mun hann verða ábyrgur fyrir þróun og framkvæmd á ákveðnum þáttum í samræmi við aðgerðaráætlun WCPT. 

Ráðning Héðins sýnir glöggt að það er ekki stærð lands eða félags sem umsækjandi er frá sem ræður úrslitum, heldur það hvað viðkomandi hefur fram að færa. 

Við sem þekkjum mannkosti Héðins vitum að WCPT mun ekki sjá eftir þessari ráðningu og hlökkum til að fá að fylgjast með störfum Héðins á alþjóðavettvangi.

Stjórn FS óskar Héðni velfarnaðar á nýjum vettvangi,
fh. stjórnar,
Unnur P
Form. FS