Sjúkraþjálfarar – Vel gert 

Sjúkraþjálfarar alls staðar á landinu og í öllum geirum sjúkraþjálfunar standa þétt við bakið á kollegunum hjá ríkinu!

9.4.2015

Sjúkraþjálfarar alls staðar á landinu og í öllum geirum sjúkraþjálfunar standa þétt við bakið á kollegunum hjá ríkinu!

Kæru félagsmenn       

Ég er ótrúlega stolt af ykkur þessa dagana. Ég hef verið í þéttu sambandi við trúnaðarmenn okkar hjá ríkisstofnunum og hringt út á flesta vinnustaði ríkisstarfsmanna hringinn í kringum landið. Alls staðar er sami tónninn – við erum til í slaginn. Það er nú eða aldrei!

Samstarfsfólk er að þétta raðirnar og samtalið inn á stofnunum er þvert á starfsgreinar og gengur út á að allir BHMarar standa saman við bakið á þeim sem standa í stafni aðgerðanna.

Þetta hefur klárlega einnig aukið vitundina og þekkinguna á því fyrir hvað BHM stendur.

En ég er ekki síður stolt af félagsmönnum sem ekki eiga aðild að þessari deilu, því inn á reikning FS hafa borist vel á fjórða hundrað framlög til stuðnings kjarabaráttunnar ! Þetta sýnir áþreifanlega almennan stuðning allra félagsmanna til þess hóps sem á í baráttu og það er meiri háttar að sjá samstöðuna í félaginu.

Í dag er ég stoltur formaður frábærra félagsmanna.

VEL GERT  !

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.