Aðalfundur og heimsþing WCPT

Aðalfundir WCPT eru haldnir á 4 ára fresti

23.4.2015

Aðalfundir WCPT eru haldnir á 4 ára fresti

Kæru félagsmenn

Á næstu dögum verður haldinn aðalfundur heimssambands sjúkraþjálfara (WCPT) í Singapore og mun ég sækja hann í fyrir hönd félagsins. Þessir 3 daga fundir eru haldnir  á 4 ára fresti og til þess ætlast að formenn allra aðildarfélaganna sæki þá.

Í framhaldi er svo heimsþing sjúkraþjálfara, sem ég vil meina að allir sjúkraþjálfarar eigi að sækja a.m.k. einu sinni á starfsævinni. Hins vegar er raunin sú að þegar maður er búinn að fara einu sinni, þá er ekkert aftur snúið. Maður verður að fara aftur. Krafturinn, einingin, fjölbreytnin, faglegi þátturinn og hinn félagslegi. Það er engu líkt þegar 4000 -7000 sjúkraþjálfarar hittast og ræða málin.

Á heimsþinginu mun ég fara með fundarstjórn í einni fundalotu, mun taka þátt í málstofu á vegum WCPT og hef verið beðin um að taka þátt í rannsóknarviðtali vegna formennsku minnar. Nokkrir aðrir íslenskir sjúkraþjálfarar eru einnig með efni á heimsþinginu (sjá:  http://www.physio.is/um-felagid/utgafa/frettir/Agrip-islenskra-sjukrathjalfara-samthykkt-a-heimsthing-sjukrathjalfara-2015 ). Í allt verða það 8 íslenskir sjúkraþjálfarar sem sækja heimsþingið að þessu sinni.

 

Eins og öllum er kunnugt á félagið ásamt öðrum aðildarfélögum BHM í kjaradeilum gagnvart ríkinu og stendur í aðgerðum þessa dagana.

Við erum hins vegar svo rík að eiga algerlega framúrskarandi samninganefnd launþega, sem er orðin vel sjóuð í þessum málefnum. Þar fer fremst í flokki Arnbjörg Guðmundsdóttir (Reykjalundi), formaður samninganefndarinnar, sem hefur fullt og óskorað umboð til að ganga frá samningum fyrir hönd launþega FS. Aðrar í nefndinni eru: Birna Björk Þorgrímsdóttir (SLF), G. Þóra Andrésdóttir (Lsh) og Helga Ágústsdóttir (Mörk).

Við munum fylgja BHM í þessari samningalotu og þar fer reyndur hópur fyrir, sem ég treysti að muni á endanum leiða okkur til farsællar og ásættanlegrar niðurstöðu.

Ég verð semsagt erlendis dagana 26. apríl – 8. maí, en í góðu netsambandi við samninganefndina eins og þörf krefur.

Ef þið þurfið að snúa ykkur til félagsins þá eru þessir aðilar öllum hnútum kunnugir:

Margrét Eggertsdóttir á skrifstofunni (sjukrathjalfun@bhm.is)
Varaformaðurinn, Veigur Sveinsson (veigur@aflid.is )
Formaður samninganefndar launþega, Arnbjörg Guðmundsdóttir (arnbjorg@reykjalundur.is ) Formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi, Kristján Hjálmar Ragnarsson (kristjan@sjk.is ).

 

Fréttir frá ráðstefnunni munu verða á facebooksíðu WCPT,  https://www.facebook.com/pages/World-Confederation-for-Physical-Therapy-WCPT/116826698351147?fref=ts) , og ekki síður á twitter (#wcpt2015).

 

Kær kveðja
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS