Að brúka bekki

Samfélagsverkefni FS árið 2015

28.5.2015

Samfélagsverkefni FS árið 2015

Samfélagsverkefnið „Að brúka bekki“ heldur áfram. Nú eru hafnfirskir sjúkraþjálfarar, með Kristinn Magnússon og Harald Sæmundsson sjúkraþjálfara í broddi fylkingar, ásamt Öldungaráði Hafnarfjarðar og Félagi eldri borgara í Hafnarfirði á mikilli siglingu í því. Settar hafa verið upp nokkrar leiðir í Hafnarfirði á undanförnum árum (sjá kort á physio.is) og mun þeim fjölga á næstunni, þar sem samfélagssjóður Valitor hefur nú veitt styrk til áframhaldandi uppbyggingar verkefnisins.

Styrkurinn var afhentur í húsnæði Valitor í gær, 28. maí, ásamt 9 öðrum styrkjum sem þeir veita, og munu nýjir bekkir og nýjar leiðir verða settar upp fljótlega í kjölfarið. Styrkurinn hljóðar upp á 350.000 kr og tók Kristinn við honum f.h. félagsins.