Stofnfundur nýs faghóps

Faghópur um sjúkraþjálfun og endurhæfingu krabbameinsgreindra

9.9.2015

Faghópur um sjúkraþjálfun og endurhæfingu krabbameinsgreindra

Við viljum bjóða alla félagsmenn FS hjartanlega velkomna á stofnfund „Faghóps um sjúkraþjálfun og endurhæfingu krabbameinsgreindra“ þriðjudaginn 22. september 2015, kl. 20:00 í húsnæði félagsins hjá  BHM að Borgartúni 6, 3. hæð.

Markmið hópsins eru að:

1)      Efla tengsl milli sjúkraþjálfara sem sinna krabbameinsgreindum
2)      Halda utan um faglega þekkingu á þessu sviði
3)      Fræða sjúkraþjálfara um sjúkraþjálfun og endurhæfingu krabbameinsgreindra
4)      Samstilla vinnubrögð á þessu sviði, t.d. mælitæki og meðferðarform

Þetta verður gert meðal annars með því að bjóða upp á fræðslu fyrir sjúkraþjálfara ásamt því að bæta aðgengi fyrir fagfólk að fræðum um þetta málefni og miðla upplýsingum um starfsemi, námskeið og ráðstefnur hérlendis sem og erlendis sem tengjast sjúkraþjálfun og endurhæfingu krabbameinsgreindra.

Á stofnfundinum verða markmiðin rædd betur og dagskrá fyrir komandi vetur skipulögð.

Bestu kveðjur,

Ása Dagný Gunnarsdóttir, LSH
G. Haukur Guðmundsson, Ljósinu
Kolbrún Lís Viðarsdóttir, Ljósinu og  Sjúkraþjálfunarstöðin Þverholti
Margrét H. Indriðadóttir, Ljósinu
Marjolein Roodbergen, Bata og LSH