Sjúkraþjálfarinn er kominn út

Síðara tölublað ársins er komið út, stútfullt af áhugaverðu efni

19.11.2015

Síðara tölublað ársins er komið út, stútfullt af áhugaverðu efni

Síðara tölublað Sjúkraþjálfarans árið 2015 er komið út. Að þessu sinni var það Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari hjá Atlas endurhæfingu sem fór fyrir blaðinu og eru honum og öðrum þeim er lögðu hönd á plóg færðar þakkir fyrir vel unnið verk.


Í blaðinu eru þrjár fræðigreinar sem allar tengjast íþróttasjúkraþjálfun á einn eða annan hátt. Umfjöllun er um menntun sjúkraþjálfara og sagt frá afrakstri stefnumótunardagsins síðasta vetur. Einnig er í blaðinu afar fróðlegt og skemmtileg viðtal við Kristínu Briem, fyrsta prófessorinn í sjúkraþjálfun við HÍ.

Ritstjórn blaðsins árið 2016 verður í höndum sjúkraþjálfara á Eir/Hömrum og munu eflaust koma þaðan áhugaverðar greinar og umfjöllun úr öldrunargeiranum.