Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar 8. september 2016

Tilkynning frá fagnefnd Félags Sjúkraþjálfara

19.8.2016

Tilkynning frá fagnefnd Félags Sjúkraþjálfara

Kæru félagsmenn

Þann 8. september næstkomandi er árlegur alþjóðadagur sjúkraþjálfunar og er þemað í ár “Add life to years”. Í tilefni dagsins langar okkur í fagnefnd Félags sjúkraþjálfara að hvetja aðra félagsmenn til þess að taka þátt í deginum og kynna fjölbreyta starfsemi sjúkraþjálfara með ýmis konar uppákomum á sínum starfsstöðvum sem brjóta upp hversdagsleikann. Í ár hefur t.d. verið sett saman nefnd á vegum sjúkraþjálfara á starfsstöðvum Landspítalans sem mun kynna starfsemi sjúkraþjálfara með ýmsum uppákomum innan veggja spítalans.

            Við hvetjum áhugasama til að kíkja á heimasíðu heimsambandsins en þar hefur mikið og gott undirbúningsstarf verið unnið sem fólk getur nýtt sér. Íslenska þýðingin á slagorðinu í ár er “Bættu lífi við árin” og hvetjum við fólk til þess að vera duglegt að deila myndum og öðrum tengdum fréttum á samfélagsmiðla og nota þá bæði íslenska og enska slagorðið sem myllumerki (#bættulífiviðárin #addlifetoyears). Þótt að þemað í ár sé miðað að farsælli öldrun þá er hverjum og einum frjálst að túlka það á þann hátt sem hentar hverri starfstöð.

Á meðfylgjandi hlekkjum er hægt að lesa um hvernig sjúkraþjálfarar á Reykjalundi héldu upp á daginn í fyrra og skoða betur hvað heimsambandið hefur undirbúið í tilefni dagsins. Tökum á skarið og nýtum þetta frábæra tækifæri til að kynna stéttina og það starf sem við vinnum!

http://www.wcpt.org/news/Word-PT-Day-2016-Jun16

http://www.reykjalundur.is/um-reykjalund/frettir/frett/2015/09/09/Althjodadagur-sjukrathjalfara-8.-september/

 

Með kveðju

Fagnefnd Félags Sjúkraþjálfara