Dagur sjúkraþjálfunar 2017 – fyrsta tilkynning

Dagur sjúkraþjálfunar árið 2017 verður haldinn föstudaginn 17. febrúar – takið daginn frá!

15.9.2016

Dagur sjúkraþjálfunar árið 2017 verður haldinn föstudaginn 17. febrúar – takið daginn frá!

Dagur sjúkraþjálfara haldinn föstudaginn 17. febrúar 2017 á Hótel Nordica. Aðalfyrirlesari  dagsins verður James Moore, sem var aðal-sjúkraþjálfari Breta á Ólympíuleikunum í Ríó nú í sumar. Hann mun halda fyrirlestur um fræðilegt efni en einnig fjalla um starf sitt í Ríó. Sjá: http://www.chhp.com/our-founders/james-moore

Vegna breytinga á högum nefndarmanna óskum við eftir röskum einstaklingum til þess að starfa með nefndinni – áhugasamir hafi samband við Margréti Sigurðardóttur (margret.sigurdardottir@hrafnista.is ) eða Helgu Ágústsdóttur (heilsujoga@gmail.com ).

Kallað er eftir ágripum fyrir daginn. Þeir sem vilja kynna efni á deginum geta sent inn ágrip af því sem þeir hafa fram að færa. Munu ráðgefandi vísindanefnd fara yfir efnið og meta hvað sé heppilegt til fyrirlesturs og hvað fari betur að kynna sem veggspjald (athugið að framboð efnis og fjölbreytileiki getur haft áhrif á í hvorum flokknum ágripin lenda). Áhugasamir eru beðnir um að senda ágrip sín til Magnúsar Hilmarssonar (magnushilmars@gmail.com) fyrir 15. nóvember 2016.

Takið frá þann 17. feb 2017 !