Íslenskir sjúkraþjálfarar fá verðlaun á ENPHE.

23.9.2016

Lokaverkefni til BS- prófs í sjúkraþjálfun varð nú í september  í öðru sæti á árlegri ráðstefnu ENPHE

Lokaverkefni til BS- prófs í sjúkraþjálfun varð nú í september  
í öðru sæti á árlegri ráðstefnu ENPHE(European Network for Physiotherapy Higher Education) . 
Heiti verkefnisins er :  Starfræn einkenni:  Einstaklingar með starfræn einkenni á taugalækningadeild Landspítala á árunum 2014 – 2015 og þekking sjúkraþjálfara á röskuninni.  
Höfundar  eru Agnes Ósk Snorradóttir, Freyja Barkardóttir og Lilja Minný Sigurbjörnsdóttir . 
Leiðbeinendur voru Þjóðbjörg Guðjónsdóttir lektor í sjúkraþjálfun og G.Þóra Andrésdóttir sérfræðingur í taugasjúkraþjálfun LSH. Verðlaunahafarnir vinna allar í sjúkraþjálfun LSH Fossvogi

Nanna Guðný Sigurðardóttir sjúkraþjálfari hlaut 2.verðlaun í samkeppni ENPHE (European Network of Physiotherapy In Higher Education) um meistaraverkefni í sjúkraþjálfun. Verkefnið hennar bar heitið „Árangur 4-8 vikna þverfræðilegrar endurhæfingarinnlagnar fyrir aldraða“. Verkefnið var til meistaraprófs í hreyfivísindum við Námsbraut í sjúkraþjálfun. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þverfræðileg endurhæfing aldraðra á Íslandi hefði í för með sér bætta færni í athöfnum. Einnig að kanna hvort færni og aðstæður við innlögn gætu spáð fyrir um árangurinn sem og kanna afdrif þátttakenda. Rannsóknin var afturskyggð ferilrannsókn. Úrtakið var klasaúrtak 412 aldraðra einstaklinga sem tóku þátt í 4-8 vikna þverfræðilegri endurhæfingarinnlögn. Unnið var með fyrirliggjandi gögn úr sjúkraskrá endurhæfingardeildar fyrir aldraða í Reykjavík. Leiðbeinendur voru sjúkraþjálfararnir Sigrún Vala Björnsdóttir og dr. Sólveig Ása Árnadóttir. Með þeim í meistaranámsnefnd var Tryggvi Egilsson lyf- og öldrunarlæknir.