Ný stjórn Norðurlandsdeildar FS

Ný stjórn tekur við Norðurlandsdeild FS – nýr formaður er Rósa Tryggvadóttir, Akureyri.

2.2.2017

Ný stjórn tekur við Norðurlandsdeild FS – nýr formaður er Rósa Tryggvadóttir, Akureyri.

Aðalfundur Norðurlandsdeildar Félags sjúkraþjálfara var haldinn fimmtudaginn 26. janúar sl á Akureyri. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa og eftir léttan kvöldverð voru haldin tvö fræðsluerindi.  

Elín Díanna Gunnarsdóttir sálfræðingur Ph.D fjallaði um streitu, starfsánægju og kulnun í starfi með sérstaka áherslu á streitu og kulnun á meðal sjúkraþjálfara og tengdra stétta.  Sigurveig Dögg Þormóðsdóttir sjúkraþjálfari fjallaði síðan um hættur hreyfingarleysis, ágóða af hreyfingu, hversu mikla hreyfingu þarf til og velti því upp hvernig /hvort við hvetjum skjólstæðinga okkar til hreyfingar.

Sigurveig Dögg gjaldkeri og Kristín Rós formaður gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfs, enda báða búnar að vera um margra ára skeið í stjórn. Nú hefur tekið við ný stjórn N-FS. Formaður hennar er Rósa Tryggvadóttir en í stjórninni sitja einnig Brynja Hjörleifsdóttir, Árný Lilja Árnadóttir og Halla Sif Guðmundsdóttir. Varastjórn skipa Valgeir Már Traustason og Iðunn Bolladóttir.

N-FS-stjorn-2017Mynd: Ný stjórn Norðurlandsdeildar FS


Fráfarandi stjórnarkonur Kristín Rós og Sigurveig Dögg þakka fyrir sig, hæst ánægðar með þennan glimrandi hóp sem tekur við!

Stjórn FS þakkar þeim Kristínu Rós og Sigurveigu Dögg fyrir framúrskarandi góð störf um margra ára skeið í þágu félagsins á Norðurlandi.