Nám og sérfræðileyfi

Námið

Hefur þú áhuga á fjölbreyttu og gefandi starfi þar sem m.a. er unnið að forvörnum, þjálfun, hæfingu og endurhæfingu fólks, hvort sem það er heilbrigt, veikt eða fatlað? Þá er nám í sjúkraþjálfun góður kostur fyrir þig!

Nám í sjúkraþjálfun hefst með 3ja ára námi til BS gráðu í sjúkraþjálfunarfræðum og heldur svo áfram sem 2ja ára meistaranám sem veitir rétt til starfsréttinda sem sjúkraþjálfari. 
Þeir sem hófu nám 2013 eða fyrr, luku 4ja ára BS námi til starfréttinda samkvæmt eldra skipulagi.

Sjá:  https://www.hi.is/node/300572

Námið er bæði bóklegt og verklegt en hluti námsins fram á endurhæfingarstöðvum, sjúkraþjálfunarstofum, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum, þar sem nemendur vinna með skjólstæðinga undir handleiðslu reyndra sjúkraþjálfara.

Við námsbrautina hefur verið sett á stofn Rannsóknarstofa í hreyfivísindum sem hefur það hlutverk að sinna rannsóknum á ólíkum sviðum tengdum hreyfingu og heilsu.

Fjöldi nemenda í námið er takmarkaður. Á hverju ári eru 35 nemendur teknir inn í námið. Inntökupróf fer fram í byrjun sumars ár hvert og er það sameiginlegt með læknisfræði.

Sérfræðileyfi

Til að kalla sig sérfræðing í sjúkraþjálfun og starfa sem slíkur á Íslandi þarf að hafa lokið meistaranámi eða doktorsprófi í frá háskóla sem sem heilbrigðisyfirvöld viðurkenna eða hafa sambærilega menntun. Námið þarf að hafa verið að stærstum hluta innan þeirrar sérgreinar eða þess sérsviðs sem sótt er um sérfræðileyfi í og handleiðsla fenginn á því sérsviði. Áður en sótt er um leyfið þarf að starfa sem sjúkraþjálfari í tvö ár í fullu stafi á viðkomandi sérsviði að loknu sérnámi.

Sérfræðileyfi í sjúkraþjálfun - Kröfur um þekkingu, færni og hæfni sérfræðinga í sjúkraþjálfun:

Thekking-faerni-og-haefni-serfraedinga-i-sjukrathjalfun--mai-2011


Sérfræðileyfi má veita á eftirfarandi klínískum sérsviðum sjúkraþjálfunnar:

 • Bæklunarsjúkraþjálfun
 • Barnasjúkraþjálfun
 • Geðsjúkraþjálfun
 • Gigtarsjúkraþjálfun
 • Heilsugæsla- og vinnuvernd
 • Hjartasjúkraþjálfun
 • Greining og meðferð á hrygg og útlimaliðum „Manuel Terapy“
 • Lungnasjúkraþjálfun
 • Meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun
 • Taugasjúkraþjálfun
 • Öldrunarsjúkraþjálfun
 • Íþróttasjúkraþjálfun
 • Gjörgæslusjúkraþjálfun

Sérfræðingar í sjúkraþjálfun

Sérfræðingar í sjúkraþjálfun - listi uppfærður 22.11.2017

Sérfræðileyfi sjúkraþjálfarar nóvember 2017

Félag sjúkraþjálfara <> sjúkraþjálfun í 80 ár <> 1940 – 2020