Klínískt námskeið í skoðun og meðferð hryggjar og aðlægra svæða, með handleiðslu - hluti 1

Lokað fyrir skráningu

 • Dagsetning:
  9. febrúar 2018 - 4. maí 2018
 • Staðsetning: Heilsuborg
 • Bókunartímabil:
  5. janúar 2018 - 31. janúar 2018
 • Almennt verð:
  135.000 kr.
 • Fagdeild verð:
  135.000 kr.

Skráning hefst 5. janúar 2018 kl. 12.00

Námskeiðið verður kennt frá 9. febrúar til 18. maí 2018. 

Kennslustundir: 36 klst.

Aukaefni: 4 klst.

Heimavinna: 8 klst.

Samtals: 48 klst.

Ítarefni: Ekki talið með í klst.

Aðeins 14 nemar

 1. Fös 9. feb kl 8-11
  Karólína Ólafsdóttir (2 klst): Inngangur að heildrænni hugsun í fyrstu skoðun. Áhersla lögð á hnitmiðaða sögutöku þar sem tilgátur um orsök einkenna eru hafðar að leiðarljósi og úttilokun rauðra flagga. Í framhaldi farið fræðilega yfir hvernig sögutakan leiðir prófanir í líkamlegri skoðun. Hjálpargöng afhent og útskýrð sem auðvelda sjþj rökhugsun við mismunagreiningu einkenna sem nota á í starfi.

  Sigrún Konráðsdóttir (1 klst): Hvernig tölum við við fólk: Áhugahvetjandi samtalstæknin notuð. Hvernig eru langvinnir verkir öðruvísi en skammvinnir. Hvaða hugsænu þættir spila inní.

 2. Fös 16. feb kl 8-11
  Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir (1,5 klst): Háls: Fræðilegur grunnur, farið yfir nokkrar mismunagreiningar. Handtök í skoðun og meðferð kennd og æfð. Áhersla á efri hluta háls.

  Karólína Ólafsdóttir (1,5 klst): Frekari flokkun og mismunagreingar kenndar. Handtök í skoðun og meðferð kennd og æfð. Áhersla á neðri hluta háls og efsta hluta thorax

 3. Fim 22. feb kl 13-16
  Harpa Helgadóttir (3 klst): Farið verður í kynningu á byggingu og starfsemi axlagrindar. Skoðun, greiningu, flokkun og leiðréttingar.

 4. Fös 2. mars kl 8-11
  Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir (1 klst): Haldið áfram með efni frá tíma 2.

  Gunnar Svanbegsson (2 klst): Farið verður í samband kjálka og háls, hvernig þessi svæði vinna saman og mismunagreiningar á einkennum frá hvoru svæði auk andlits, höfuðverkja og trigeminal neuralgiu. Skoðun kjálka og helstu vandamála og einnig farið í nokkur algengustu handtök til meðferðar.

 5. Fös 9. mars kl 8-11
  Karólína Ólafsdóttir (3 klst): Thorax. Fræðilegur bakgrunnur og tenging við aðlæg svæði. Mismunagreiningar. Kennsla og æfingar í skoðun og meðferð.

 6. Fös 16. mars: Dagur sjúkraþjálfunar

 7. Fös 23. mars kl 8-11
  Sigrún Konráðsdóttir (3 klst): Öxlin. Farið verður í fræðilegan grunn og mismunagreiningar frá hálsi, brjósthrygg og axlagrind. Kennsla og æfingar í skoðun og meðferð.

 8. Fös 30. mars kl 8-11: Föstudagurinn langi


 9. Fös 6. apríl kl 8:10-11:10
  Karólína Ólafsdóttir (1,5 klst): Samantekt á efni sem kennst hefur verið fram að þessum tíma. Farið í "case" (allir saman). Stutt hópverkefni í tíma.

  Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir (1,5 klst)

 10. Fös 13. apr kl 8-11
  Karólína Ólafsdóttir (3 klst): Mjóhryggur. Fræðilegur bakgrunnur og flokkun / mismunagreiningar. Kennsla og æfingar í skoðun og meðferð.

 11. Fös 20. apr kl 8-11
  Gunnar Svanbergsson (3 klst): Farið verður sérstaklega í hryggþófavandamál (brjóskrof og útbunganir), meðferð þeirra, mikilvægi góðrar líkamsbeitingar og eftifylgni. Myndgreiningar skoðaðar. Kennd verða fleiri handtök við skoðun og meðferð á mjóhrygg.

 12. Fös 27. apr kl 8-11
  Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir (3 klst): Mjaðmagrind. Fræðilegur bakgrunnur. Mismunagreiningar og tengsl við aðlæg svæði. Kennsla og æfingar í skoðun og meðferð.

 13. Fös 4. maí kl 8-11
  Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir (1 klst): Samspil mjaðmaliðar - mjaðmagrindar og mjóhryggjar

  Karólína Ólafsdóttir (2 klst): Samantekt

 14. Fös 18. maí kl 8-11
  Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir (2 klst): Farið yfir prófverkefni sem byggðist á dæmum um skoðun og meðferð (case). Samantekt á efni námskeiðs.

  Karólína Ólafsdóttir (1 klst): Farið yfir prófverkefni sem byggðist á dæmum um skoðun og meðferð (case). Samantekt á efni námskeiðs.

 15. 30. mars - 4. maí (2,5 klst): Nemar pari sig saman og horfi á skoðun hjá hverjum öðrum og merki við tékklista á blöðum frá kennurum.

  30. mars - 4. maí (1,5 klst): Skoðun með kennara á stofu kennarans (kennarinn fær greitt fyrir skoðunina). 1 klst með sjúklingi og 30 mínútur í umræður án sjúklings.

  Allt námskeiðið: Sendar verða greinar og nöfn á bókum sem mælt er með að lesa samhliða efninu til að dýpka skilning á því.

Nánar um kennara námskeiðsins:

Gunnar Svanbergsson lauk BS námi í sjúkraþjálfun frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1992 og framhaldsnámi í MT - sjúkraþjálfun (Manual Therapy Certification) frá University of Saint Augustine í Florida árið 1997. Hann hefur einnig stundað nám í nálastungum, osteopatiskum hnykkingum, sérhæfðri bandvefslosun og medical exercise therapy (MET). Hann stundaði meistaranám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, 2006 – 2012. Náminu lauk með rannsókninni „Nýting segulómrannsókna við greiningu og meðferð brjóskloss í lendahrygg“ og birtist grein með sama nafni í Læknablaðinu í upphaf árs 2017. Gunnar hlaut sérfræðiviðurkenningu frá Landlæknisembættinu í sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis "Manual therapy", árið 2015. Árið 2016 stundaði Gunnar nám í notkun ómskoðunar, “diagnostic ultrasound” í Oxford á Englandi. Gunnar starfaði hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur 2012 -2017 og hjá Eflingu ehf. 1998-2012, þar sem hann sérhæfði sig í stoðkerfisfræðum ( Manual Therapy). Þá starfaði hann sem sjúkraþjálfari við Comprehensive Physical Therapy Center, Chapel Hill, North Carolina, USA frá 1996-1998. Þar vann hann mest með einstaklinga með vandamál frá hryggsúlu, kjálkum og íþróttameiðsli. Frá 1994-1996 starfaði Gunnar sem sjúkraþjálfari hjá Dynamark INC, Columbus, Mississippi, USA. Gunnar vinnur að mestu á bæklunarsviði, sem stoðkerfissérfræðingur og fæst mikið við vandamál frá hryggsúlu og vandamál tengd íþróttum.

Dr. Harpa Helgadóttir lauk BS námi í sjúkraþjálfun frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1991, framhaldsnámi í MT - sjúkraþjálfun (Manual Therapy Certification) frá University of St. Augustine árið 2000 og meistaragráðu í heilbrigðisvísindum (Division of advanced studies Manual Therapy: MHSc) frá sama skóla árið 2005. Árið 2006 hóf hún doktorsnám í Líf- og læknavísindum (PhD) við Háskóla Íslands og varði doktorsverkefni sitt árið 2010. Harpa hefur gert rannsóknir á hrygg og axlargrind og skrifað vísindagreinar sem birtar hafa verið í vísindatímaritum. Hún hlaut sérfræðiviðurkenningu frá Landlæknisembættinu í sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis "Manual therapy", árið 2010. Harpa hefur unnið sem sjúkraþjálfari síðan 1991 og stofnaði Breiðu bökin árið 1991 sem sérhæfir sig í fræðslu og þjálfun einstaklinga með háls- og bakverki. Harpa hefur verið kennari við Háskóla Íslands síðan árið 2001 og University of St. Augustine síðan 2013. Einnig hefur hún kennt í Háskóla Reykjavíkur síðan árið 2015. Harpa hefur verið með námskeið fyrir sjúkraþjálfara á vegum Félags Íslenskra Sjúkraþjálfara hér á Íslandi síðan 2010, á vegum University of St. Augustine síðan 2015 og fyrir fyrirtækið KINE í Evrópu síðan 2010.

Hólmfríður lauk BS í Sjúkraþjálfun frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1999. Hún stundaði verknám með vinnu frá janúar 2003-júní 2004 hjá Dr. Eyþóri Kristjánssyni sjúkraþjálfara. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í MT - sjúkraþjafun (Musculosceletal Physiotherapy) frá The University of Queensland, Ástralíu árið 2006. Hólmfríður hlaut sérfræðiviðurkenningu frá Landlæknisembættinu í greiningu og meðferð stoðkerfis "Manual therapy", árið 2009. Að auki hefur Hólmfríður sótt fjölmörg námskeið sem tengjast sjúkraþjálfun bæði beint og óbeint, m.a. nálastungur. Hún hefur leyfi frá Landlækni til að nota þær í starfi. Auk námskeiða á sviði sjúkraþjálfunar hefur Hólmfríður sótt annarskonar fagnámskeið, t.d. þau sem þróuð hafa verið af sálfræðingum og osteopötum. Þessi ólíku námskeið hafa m.a. gert Hólmfríði betur kleift að greina og meðhöndla vandamál með heildrænum hætti. Hólmfríður starfaði sem sjúkraþjálfari á MS heimilinu í Reykjavík sumarið 1999, á elliheimili og stofnun fyrir aldraða og öryrkja í Danmörku frá 1999 til 2001, í Hreyfigreiningu frá 2003 til 2008 (að undanskildu árinu 2006), vann í sjúkraþjálfuninni Mjódd árið 2005, á Hrafnistu í Reykjavík frá 2007 til 2014, í Atlas endurhæfingu frá 2008 til 2011 og í Sjúkraþjálfuninni í Sporthúsinu frá 2011 – 2017. Auk þess kenndi hún við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands frá 2007 – 2009 og hefur haldið ýmisskonar námskeið og fyrirlestra fyrir sjúkraþjálfara, aðrar heilbrigðisstéttir og almenning. Hólmfríður hefur skrifað ýmsar greinar, bæði faglegar greinar fyrir sjúkraþjálfara og greinar fyrir almenning um ýmislegt tengt faginu. Hún var annar eigandi Meðgöngusunds sf á árunum 2005 – 2014 og er annar eigenda Stoðkerfisskólans sf sem var starfræktur í Sporthúsinu, en er nú starfræktur í Heilsuborg. Hólmfríður var formaður Félags sérfræðinga í greiningu og meðferð stoðkerfis MT frá 2008 til 2011. Hólmfríður starfar nú í Heilsuborg, bæði við almenna sjúkraþjálfun og sem fagstjóri hreyfingar og stoðkerfis.

Karólína útskrifaðist með BS frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2003 og með mastersgráðu í MT – sjúkraþjálfun (Manipulative Therapy) frá Curtin University og Technology, Perth, Ástralíu 2008. Einnig hefur Karólína klárað 1/3 af BS í íþróttafræðum frá Kennaraháskóla Íslands, Laugarvatni 1998. Karólína hefur farið á mörg námskeið hérna heima og erlendis tengd stoðkerfinu ásamt því að sækja reglulega ráðstefnur á sviði sjúkraþjálfunnar. Einnig hefur hún farið á námskeið tend vinnuvernd og í byrjun árs 2017 hlaut hún Sérfræðiviðurkenningu frá Vinnueftirlitinu í vinnuvernd á sviði hreyfi- og stoðkerfis. Karólína hóf starfsferlin hjá BATA–sjúkraþjálfun 2003-2007 og var samhliða sjúkraþjálfari meistaraflokks kvk í fótbolta. Eftir námið í Ástralíu vann Karólína í Singapore í 2 ár á Changi general Hospital sem var með sérhæfða klínik fyrir hrygg sem hún vann á. Einnig var hún þar í klínískri kennslu fyrir sjúkraþjálfara í formi námskeiða, fyrirlestra og handleiðslu í vinnu. Eftir að heim var komið starfaði hún hjá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu, frá 2010-2017 við hefðbundna sjúkraþjálfun og hefur haldið fyrirlestra á vinnustöðum varðandi líkamsbeitingu ásamt vinnustaðaúttektum. Frá haustinu 2017 hóf Karólína störf hjá Heilsuborg. Karólína var einn af rannsakendunum sem gaf út greinina :The influence of different sitting posture on head/neck posture and muscle activity. Manual therapy 15 (2010) 54-60. Þessi greina var lokaverkefni námsins í Ástralíu. Karólína var formaður Félags sérfræðinga í greiningu og meðferð stoðkerfis frá 2011-2013

Sigrún vinnur með stoðkerfisvandamál og verki af ýmsum toga, sérstaklega háls- og bakvandamál ásamt axlar- og mjaðmagrindarvandamálum. Sigrún lauk BS í sjúkraþjálfun frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2004. Hún hefur síðan þá setið fjölmörg námskeið sem tengjast ýmsum sviðum innan sjúkraþjálfunar auk annara fagnámskeiða sem nýtast vel við að greina og meðhöndla margvísleg vandamál með heildrænum hætti. Sigrún starfaði áður í Hreyfigreiningu, Atlas endurhæfingu og nú síðast í Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu (2011-2017). Auk þess hefur hún kennt ýmsa hóptíma t.d. Bakleikfimi (Breiðu bökin) og meðgöngusund. Hún er annar tveggja eigenda Stoðkerfisskólans sem er nú starfræktur í Heilsuborg. Sigrún er formaður fræðslunefndar Félags sjúkraþjálfara, hefur setið í nefndinni síðan 2011.

 

Lokað fyrir skráningu