Námskeið FS: Framhaldsnám í stoðkerfisfræðum - HLUTI 1

Klínískt námskeið í skoðun og meðferð hryggjar og aðlægra svæða, með handleiðslu - HUTI 1

Lokað fyrir skráningu

 • Dagsetning:
  18. janúar 2019
 • Staðsetning: Húsnæði Ísí, Engjavegi 6
 • Bókunartímabil:
  15. október 2018 - 11. janúar 2019
 • Almennt verð:
  218.000 kr.
 • Fagdeild verð:
  169.000 kr.

Námskeiðslýsing: Klínísk kennsla og þjálfun í heildrænni klínískri rökhugsun og ýmsum aðferðum við greiningu og meðferð á algengum stoðkerfisvandamálum á eftirtöldum svæðum: Hálsi, Kjálka, axlagrind, öxl, brjóstkassa, mjóbaki, mjaðmagrind og mjöðm. Farið verður í byggingu, starfsemi og tengingu þessara svæða og lögð áhersla á mismunagreiningar með raunverulegum dæmum. Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja auka færni sína í að skoða, greina og meðhöndla stoðkerfisvandamál á heildrænan hátt.

Ef áhugi er fyrir því að skipta greiðslunni fyrir námskeiðið eða sækja staka fyrirlestra á námskeiðinu er hægt að hafa samband við Hólmfríði Þorsteinsdóttur í gegnum netfangið hofi@heilsuborg.is

Innihald námskeiðs:  

 • 50 klst af fyrirlestrum og verklegum tímum sem dreifast á fjórar helgar frá janúar - apríl.
 • Verkefnavinna í tímum
 • Heimavinna, alls um 50 klst
 • Skoðun með samnemanda skv. stöðluðu mati, 4 klst
 • Tvær klukkustundar skoðanir með kennara og 1 klst umræða á eftir í hvort skipti (alls 4 klst).
 • Námsmat í lok námskeiðs sem byggir á hópverkefni (70%) og seinni skoðun með kennara (30%)
 • Mögulegt er að sækja um að fá námskeiðið metið til ECTS eininga hjá Háskóla Íslands ef nemandi er/fer í meistaranám í sjúkraþjálfun innan 5 ára.
 • Samkvæmt núverandi verklagsreglum er námskeiðið sambærilegt þremur helgar námskeiðum í tímafjölda þegar sótt er um álag vegna framhaldsmenntunar til SÍ.
 • Dýpka þekkingu og skilning á líffæra- og lífeðlisfræði ofangreindra svæða 
 • Aukið öryggi í sögutöku og klínískri rökhugsun og þar af leiðandi í greiningu stoðkerfisvandamála á ofangreindum svæðum 
 • Færni í nýjum aðferðum (handtök æfð) við skoðun og meðferð ofangreindra svæða
 • Aukin færni í að skoða og meðhöndla stoðkerfið á heildrænan hátt
 • Betri skilningur á ýmsum þáttum myndgreininga sem skipta sjúkraþjálfara máli

 

Kennsla fer fram í húsnæði ÍSÍ sem hér segir: 

 • Föstudaginn 18. janúar kl. 15:00 -19:30 í Heilsuborg. Kynning, saga, áhugahvetjandi samtal (4,5 klst). Heimaverkefni (greinalestur) sett fyrir.
 • Föstudaginn 25. janúar kl. 14:00-17:30. Neðri háls og efri Th (3,5 klst)
 • Laugardaginn 26. janúar kl. 8:30 -16:00. Efri háls og höfuð (4,5 klst) og öxl (3 klst).
 • Sunnudaginn 27. janúar kl. 9:00-15:00. Frh. af neðri hálsi og efri TH (2,5 klst) og Thorax (3,5 klst) 
 • Föstudaginn 1. febrúar kl. 15:00–18:00. Axlargrind. Hér á einnig að skila verkefninu ,,skoðun með samnemanda'' sem verður afhent í upphafi námskeiðs. 
 • Laugardaginn 2. febrúar kl. 8:30–16:30. TMJ (3 klst) og verkefni um háls sem nemar flytja (1,5 klst) og Lx fyrirlestur og handtök fyrri hluti (3,5 klst).
 • Föstudaginn 22. mars kl. 13:00-17:00. Samantekt og case. 
 • Laugardaginn 23. mars kl. 8:30-16:00. Lx fyrirlestur og handtök seinni hluti (2 klst). Pelvis, hip fyrirlestur og handtök (6 klst).  
 • Sunnudaginn 24. mars kl. 8:30-13:00: Samantekt og case  
 • Föstudaginn 5. apríl kl. 15:30-18:30. Lokaverkefni flutt (má skila án flutnings ef þörf krefur en mælt með að mæt því fólk lærir mikið á því).

 

 • 2. febrúar - 22. mars: Fyrri skoðun með kennara (æfing)
 • 24. mars - 12. apríl: Seinni skoðun með kennara (próf)

Kennarar á námskeiðinu eru: 

Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis

Karólína Ólafsdóttir, master í manual therapy

Harpa Helgadóttir, sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis og PhD í sjúkraþjálfun

Gunnar Svanbergsson, sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis

Sigrún Konráðsdóttir, sjúkraþjálfari

Lokað fyrir skráningu