Námskeið FS: Framhaldsnám í stoðkerfisfræðum - HLUTI 2

Klínískt námskeið í skoðun og meðferð hryggjar og aðlægra svæða, með handleiðslu - HLUTI 2

Lokað fyrir skráningu

  • Dagsetning:
    23. nóvember 2018 - 29. mars 2019
  • Staðsetning: Húsnæði Ísí, Engjavegi 6
  • Bókunartímabil:
    22. október 2018 - 21. desember 2018
  • Almennt verð:
    45.500 kr.
  • Fagdeild verð:
    35.000 kr.

 Sértímar (verklegir) fyrir ykkar hóp, sem eru kenndir í Heilsuborg (6 klst):

 

  • Föstudaginn 23.nóvember 2018 kl 8:10-11:10 (Karó: neðri háls handtök og Hófí: efri háls handtök og TMJ vöðva meðferðir – handtök)
  • Föstudaginn 29. mars 2019 kl 8:10-11:10 (Karó Th og Lx handtök og Hófí pelvis og hip jt handtök)

 

 Sameiginlegir fyrirlestrar með nýja hópnum í ÍSÍ húsinu (10 klst):

 

  • Fös 22.mars 2019 kl 13:00-17:00 (samantekt og case – fyrri hluti)
  • Lau 23.mars 2019 kl 13:00-14:30 (mjaðmagrind, mjöðm – nýtt efni að hluta til)
  • Sun 24. mars 2019 kl 8:30-13:00 (samantekt og case – seinni hluti)

 

 Skoðanir á tímabilinu:

 

  • Aftur mælumst við til að þið skoðið með samnemanda og notið staðlaða formið sem við gáfum ykkur síðast til að æfa skoðun.
  • Skoðun á skjólstæðingi í 1 klst og umræður með kennara í 1 klst. 
  • Þessi skoðun er á tímabilinu 23. nóvember 2018– 29. mars 2019 í Heilsuborg, hægt er að fá undanþágu með aðrar tímasetningar.

 

 Heimanám: Gert er ráð fyrir 9 klst í heimanám á tímabilinu til að lesa nýja efnið og æfa skoðun og handtök, en auk þess er gott að rifja upp efnið frá síðustu önn eftir þörfum.

Mat á þessum hluta námskeiðs:

Skoðun á nýjum skjólstæðingi sem mun halda áfram í meðferð hjá ykkur (ef það er hægt). Eins og síðast þá greiðir skjólstæðingurinn fyrir skoðun eins og hann myndi almennt gera, eini munurinn er að hann hefur 4 augu í stað 2 til að skoða sig, auk 1 klst umræðu á milli sjúkraþjálfaranna eftir skoðunina.

Matið er: Staðið / fallið út frá þessari skoðun 50% og út frá mætingu og þátttöku í tímum 50%, það þarf að standast báða hlutana ef sækja á um ECTS einingar hjá HÍ. Hægt er að sækja um 1 ECTS einingu í meistaranámi við HÍ innan 5 ára fyrir þetta námskeið.

Námskeiðið telur sem 29 tíma námskeið hjá fræðslunefnd.

 

Áætlað verð þessa hluta:

35.000 kr (ath skjólstæðingur greiðir sjálfur fyrir sína skoðun eins og síðast, en klukkutíminn með kennara á eftir er innifalinn í þessu verði)

Lokað fyrir skráningu