FRESTAÐ: Námskeið FS: Otago æfingameðferð fyrir eldri borgara í byltuhættu

Otago Exercise Program

Lokað fyrir skráningu

  • Dagsetning:
    1. október 2020 - 28. nóvember 2020
  • Staðsetning: Húsnæði Ísí, Engjavegi 6
  • Tími:
    08:30 - 17:00
  • Bókunartímabil:
    20. desember 2019 - 31. janúar 2020
  • Almennt verð:
    250.000 kr.
  • Fagdeild verð:
    190.000 kr.

Um er að ræða ítarlegt námskeið um Otago æfingaþjálfun fyrir eldri borgara sem verður haldið í tveimur kennslulotum, dagana 1.-3. október og 26.-28. nóvember.
Námskeiðið er tvískipt og í fyrri hlutanum, „Otago Exercise Programme Leader" (OEP leiðtogi), verður lögð áhersla á að læra að meta og þjálfa eldri borgara samkvæmt Otago aðferðinni. Nánari upplýsingar: https://www.laterlifetraining.co.uk/courses/otago-exercise-programme-leader/about-otago-exercise-programme-leader/
Í seinni hlutanum læra sjúkraþjálfarnir að þjálfa upp aðra OEP leiðtoga, sem geta í kjölfarið notað Otago meðferð fyrir eldri borgara. Þessi hluti kallast „OEP cascade training“ þar sem markmiðið er að búa til sjálfbæra hópa sjúkraþjálfara sem taka við boltanum og kenna öðrum.
Auk þessara tveggja kennslulota munu þátttakendur stunda sjálfsnám áður en fyrri lotan hefst. Sjálfnámið er á netinu og felur í sér u.þ.b. 8 klst vinnu sem byggir á lestri og verkefnaskilum. Aðgangur að sjálfsnáminu opnast 6 vikum áður en fyrri kennslulotan hefst. Á milli kennslulotanna munu þátttakendur æfa sig í að nota Otago í starfi. Í námskeiðslotunum verða tveir kennarar og hámarksfjöldi þátttakenda er 12. Báðar loturnar enda á formlegu verklegu námsmati.

Námskeiðið hentar sérstaklega vel sjúkraþjálfurum sem sinna heimaþjónustu aldraðra.

The Otago Exercise Program is the most widespread fall prevention program. It was developed at Otago Medical School and implemented across New Zealand by the Accident Compensation Corporation. It includes strength and balance exercises, with a progression by increasing ankle cuff weights and number of sets, in association with a walking plan. It is recommended for community-dwelling older adults who can exercise safely on their own and who are able to understand and follow the exercise instructions. Other inclusion criteria are history of falls, decrease in balance and strength, frailty or high risk of falling.

 

Lokað fyrir skráningu