Viðburðir

Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara 2019 – framboðsfrestur rennur út 8. feb

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl 17.30

  • 28.2.2019, 17:30 - 21:00, Borgartún 6

Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl 17.30 í húsnæði félagsins hjá BHM að Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Fundinum verður streymt.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður boðið upp á léttan kvöldverð og að honum loknum mun Ólafur Þór Gunnarsson, alþingismaður og læknir ræða heilbrigðismál. Ólafur Þór er þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar Alþingis.

Framboð til nefndarstarfa og lagabreytingatillögur fyrir aðalfund þurfa að hafa borist stjórn FS í síðasta lagi föstudaginn 8. febrúar 2019, eins og áður hefur verið auglýst.

Áhugasamir um framboð eru beðnir um að setja sig í samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa:

Heiða Þorsteinsdóttir
Vs. 543-1000
Netfang: heidatho@gmail.com

Iðunn Elfa Bolladóttir
Vs. 461-2223, gsm: 865-3966
Netfang: idunn@eflingehf.is

Lárus Jón Björnsson
Vs. 564-5442, gsm: 694-8315
Netfang: larus90@gmail.com

Fh. stjórnar FS
Unnur Pétursdóttir
Formaður