Viðburðir

Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu (FSSH)

Hvetjum félaga í FS sem meðhöndla fólk með kvíða- og áfallastreituraskanir, vefjagigt, síþreytu og langvinna verki að mæta

  • 19.9.2017, 17:15 - 19:00, Borgartún 6

Kæru félagar 

Aðalfundur  Félags sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu (FSSH) verður haldinn þriðjudaginn 19. september 2017, kl 17:15  í Borgartúni 6  (húsnæði BHM)  3ju hæð. 

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosinn fundarstjóri og ritari fundar.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4. Ákvörðun félagsgjalda fyrir næsta ár.
5. Lagabreytingar (engar tillögur liggja fyrir frá stjórn).
6. Stjórnarkjör.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga.
8. Önnur mál 

 

Alþjóðleg ráðstefna IC-PPMH verður haldin í apríl 2018 hér á Íslandi. 

Af því tilefni viljum við hvetja félaga í FS sem  meðhöndla fólk með kvíða- og áfallastreituraskanir, vefjagigt, síþreytu og langvinna verki að kynna sér þetta undirfélag WCPT (sjá: www.icppmh.org)

Nokkrir félagar FSSH hafa sótt ráðstefnur þessar annað hvert ár, til að taka þátt í þeirri þróun sem á sér stað á þessum vettvangi.

Hægt er að leita upplýsinga og sækja um inngöngu í félagið með því að senda tölvupóst til Huldu B Hákonardóttur netfang:  hulda.b.h@gmail.com  og Kristínar Rós Óladóttur netfang: kristin@bjarg.is

 

Látið orðið berast :)

 

Vonandi sjáið þið ykkur sem flest fært að mæta.

Stjórn FSSH