Viðburðir

FRESTAÐ- Dagur sjúkraþjálfunar 2020

Félagið er 80 ára

  • 20.3.2020, 8:00 - 18:00, Hótel Nordica

Dagur sjúkraþjálfunar 2020:

Dagur sjúkraþjálfunar verður haldinn í 14. sinn þann 20. mars n.k. Í tilefni af 80 ára afmæli FS verður dagurinn með örlítið breyttu sniði á þann hátt að boðað er til kvöldhittings í framhaldi af deginum.

Skráning: https://events.artegis.com/event/DS%202020

Dagskráin hefst á Hilton kl 8.00 að vanda og er full af spennandi erindum sem tengjast öllum sviðum sjúkraþjálfunar.

Aðalfyrirlesari er Mike Studer, sjúkraþjálfari. Hann er heimsþekktur sem klínískur sérfræðingur í taugafræði og hefur birt fjölmargar greinar, skrifað bókakafla og haldið fyrirlestra og námskeið víða um heim. Fyrirlestur hans mun fjalla um tvískipta athygli (dual-task), hreyfistjórn, hreyfinám og nýjungar í taugasjúkraþjálfun. Sjá nánar á http://mikestuder.com/event/the-latest-and-future-of-dual-task-testing-and-training/

Þorsteinn Guðmundsson, leikari, uppistandari og nemi í klínískri sálfræði verður með erindi sem hann kallar „Ég er mín eigin gamanmynd“ og mun hann m.a. fjalla um húmor, samskipti og streitu.

Lárus Jón Björnsson, sjúkraþjálfari ætlar að segja okkur frá Neðanbeltis-karlaheilsu og hann ætlar ekki að vera á alvarlegu nótunum.

Í hádeginu verða tengslahittingar og kynningar af ýmsu tagi auk þess sem boðið verður upp á verklega kynningu á Hreyfiflæði (fysio-flow).

Kynningar á rannsóknum verða á sínum stað og svo gefast tækifæri til að kynna sér vefjagigt, fjarsjúkraþjálfun eða ópíóíða.

Dagskránni lýkur með viðurkenningum og örléttum drykk um kl 17. Athugið að dregið verður úr veitingum í lok ráðstefnu, enda ætlum við öll að hittast aftur á Bryggjunni að vörmu spori.

Skráning er hafin á https://events.artegis.com/event/DS%202020

Kvölddagskrá í tilefni af 80 ára afmæli félagsins:

Um kl 20 hittumst við aftur á Bryggjunni, Brugghúsi á Grandanum. Í tilefni 80 ára afmælis mun afmælisbarnið bjóða upp á létta drykki frá kl 20 í ákveðinn tíma, en eftir það er barinn opinn. Boðið verður upp á skemmtiatriði, en minnt á að maður er manns gaman.

Ekki er nauðsynlegt að hafa verið á Degi sjúkraþjálfunar til að koma á þennan hitting, allir félagsmenn velkomnir.

Tekin hafa verið frá sæti í salnum fyrir sjúkraþjálfara sem vilja panta borð og hittast í mat fyrir viðburðinn. Tilvalið er fyrir árganga, vinnufélaga og aðra hópa að taka sig saman og nýta daginn til hins ítrasta. Hafið samband beint við Bryggjuna-Brugghús til að panta borð https://bryggjanbrugghus.is/is/ . Fyrstur kemur – fyrstur fær.

Framvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2020