Viðburðir

Fagnefnd ER-WCPT

Hittingur með fagnefnd ER-WCPT

  • 14.2.2019, 20:00 - 22:00, Borgartún 6

Fimmtudagskvöldið 14. febrúar kl 20 verður haldinn opinn fundur með nefndinni sem félagsmönnum er boðið að koma á. Fundurinn er annar vegar upplýsingafundur, þar sem rætt verður um Evrópudeildina, hlutverk hennar og verkefni en ekki síður verður þetta óformlegur hittingur, þar sem félagsmönnum gefst kostur á að hitta þessa erlendu sjúkraþjálfara og kynnast þeim og þeirra starfi. Ekki er ólíklegt að gestirnir vilji líka gjarnan fá að heyra af því hvað íslenskir sjúkraþjálfarar eru að fást við. Léttar veitingar verði í boði og vonumst við til að sjá sem flesta félagsmenn.