Viðburðir

Ómskoðun í sjúkraþjálfun – fræðsla Akureyri

Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari

  • 20.5.2017, 10:00 - 12:00, Efling - Akureyri

Laugardaginn 20. maí n.k. kl:10 mun Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari kynna fyrir okkur hvernig hægt er að nota ómskoðun í sjúkraþjálfun til glöggvunar og greiningar á vandamálum í stoðkerfi.

Hægt verður að fá að prófa og fá tilfinningu fyrir hvernig tækið virkar. Einnig verður skoðað hvernig við getum nýtt hljóðmyndun til að greina á milli ýmissa vandamála,  t.d.:

- Mæla og meta ástand sina, þar á meðal hásina (tendinopathy)
- Meta ástand vöðva, stífni, blóðflæði, slit ofl
- Meta rennslishreyfingar í axlarlið, virkar og óvirkar
- Meta og mæla staðsetningar bólgu og vökvamyndunar (tenosynovitis, enthesitis ofl)
- Skimun fyrir álagsbrot og festumein
- Í virkri endurgjöf (biofeedback)

Viðburðurinn verður haldinn í Eflingu Sjúkraþjálfun á 3. hæð í Krónunni, Hafnarstræti 97.

 

Skráning á arny.lilja.arnadottir@hsn.is

Verð fyrir fagdeild FS er 3000 kr en aðra 5000, leggist inn á reikning 1110-15-201085 kt: 420113-0480 við skráningu.