Viðburðir

Rafrænt: Fimmta Evrópuráðstefna sjúkraþjálfara, ER-WCPT – Belgía, 11-12. sept 2020. Physiotherapy Education

Rafræn ráðstefna sem enginn sjúkraþjálfari eða klínískur kennari má láta fram hjá sér fara!

  • 11.9.2020 - 30.9.2020, Rafrænt

Fimmta Evrópuráðstefna sjúkraþjálfara um menntun sjúkraþjálfara verður færð alfarið yfir á netið. Þessi breyting gefur sjúkraþjálfurum um heim allan gríðarlega gott tækifæri til að taka þátt í glæsilegri ráðstefnu á kostakjörum.

Við hvetjum alla sjúkraþjálfara, einkum og sér í lagi klíníska kennara, til að skoða möguleika sína til þátttöku. „Early bird“ gjald er 110€ (um 17.000 ISK) og er í gildi til 31. júlí. Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara.

Eftir að aðgangur hefur verið keyptur að ráðstefnunni verður hægt að nálgast málstofur og fyrirlestra, senda inn spurningar til fyrirlesara ofl í að minnsta kosti einn mánuð. 

Nánari upplýsingar, skráning og dagskrá má nálgast hér:http://www.erwcpt.eu/events_and_news/ER-WCPT_congresses/53-5th%20European%20Congres

Í ljósi aðstæðna í heiminum er nú einnig opið fyrir að senda inn síðbúin ágrip með áherslu á áhrif COVID-19 faraldurs á menntun sjúkraþjálfara, sjá nánari upplýsingar hér:
https://kuleuvencongres.be/er-wcpt2020/call-for-abstracts