Viðburðir

RAFRÆNT: Mýtur um næringu og heilsufræði. Leiðir til að draga úr bólgum með mataræði

Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur heldur rafrænan fyrirlestur fyrir félagsmenn Félags sjúkraþjálfara

  • 21.1.2021, 20:00 - 21:00, Rafrænt

Fyrsti rafræni fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð Fræðslunefndar á vorönn verður haldinn þann 21. janúar kl. 20:00

Fyrirlesari er Geir Gunnar Markússon. Hann er með M.Sc. gráðu í næringarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og B.Sc. gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Auk þess er hann með gráðu í einkaþjálfun frá Íþróttaakademíu Keilis ( Nordic Personal Trainer Certificate)
Geir Gunnar starfar sem næringarfræðingur á Reykjalundi, er ritstjóri heimasíðu Náttúrulækningafélags Íslands (www.nlfi.is) og skrifar þar um heilsutengd málefni. Einnig starfar hann við fræðslu og ráðgjöf hjá Heilsugeiranum (www.facebook.com/heilsugeirinn www.instagram.com/heilsugeirinn)

Fyrirlesturinn verður sendur út í streymi og verður aðgengilegur í 24 klst
Fyrirlesturinn er ókeypis fyrir félagsmenn Félags sjúkraþjálfara

Hlekkur á streymið