Viðburðir

Stefnumótunardagur Félags sjúkraþjálfara

Framtíð fagsins og félagsins

  • 8.11.2019, 12:00 - 18:00, Borgartún 6

 

Félag sjúkraþjálfara mun standa fyrir stefnumótunardegi föstudaginn 8. nóvember kl 12 – 18 í ÍSÍ, Engjavegi 6, Reykjavík.

Félagsmenn sem vilja hafa áhrif á framtíð fagsins og félagsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í að leggja línurnar fyrir næstu ár.

Margt er í deiglunni og bæði fagið og starfsumhverfi okkar stendur frammi fyrir breytingum.

Hvar viljum við vera? Fyrir hvað viljum við standa?
Hvernig ætlum við að leggja okkar af mörkum til heilsu og heilbrigðis landans?
Hvernig viljum við sjá okkar eigin starfsumhverfi?

Dagskráin verður með svipuð móti og á deginum fyrir 5 árum, þjóðfundarfyrirkomulag, og verður í höndum sömu aðila, þ.e. ATON.JL markaðsfyrirtækis.

Síðast var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttur hópur sjúkraþjálfara mætti, þ.e. ungir – eldri, höfuðborg – landsbyggð, launþegar - verktakar. Við vonumst til að fá sams konar fjölbreytni nú, því allar raddir þurfa að heyrast.

Dagskrá:

Kl 12: Léttur hádegisverður
Kl 13: Lagst yfir málefnin
Kl 17: Léttar veitingar til að lyfta andanum.

Skráning á sjukrathjalfun@bhm.is

 

Stjórn FS