Endurgreiðsla

Endurgreiðslur – greiðsluþátttaka – niðurgreiðsla á þjálfun

Sjúkratryggðir einstaklingar á Íslandi njóta niðurgreiðslu á meðferð sjúkraþjálfara skv. reglugerð heilbrigðisráðherra,

http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/thjalfun-vegan-endurhaefingar/sjukrathjalfun/

Heimilt er að leita til sjúkraþjálfara án tilvísunar frá lækni. Til að njóta niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands er þó nauðsynlegt að hafa skriflega beiðni frá lækni ef þörf er á meira en 6 meðferðum á hverju 12 mánaða tímabili.


Sjúkratryggðir einstaklingar 18 ára og eldri (aðrir en aldraðir, öryrkjar) 

Einstaklingar greiða fyrstu fimm meðferðarskiptin að fullu á 12 mánaða tímabili. SÍ greiða 20% af kostnaði fyrir næstu 25 meðferðarskiptin og 60% af umsömdu heildarverði fyrir meðferðir umfram 30 skipti út meðferðar ár.
Börn yngri 18 ár og einstaklingar með umönnunarkort frá Tryggingastofnun ríkisins (TR)SÍ greiðir 77% af kostnaði við nauðsynlega þjálfun fyrstu 30 meðferðarskipti á hverju 12 mánaða tímabili. SÍ greiðir 100% fyrir meðferðir umfram 30 út meðferðar ár.
Aldraðir og öryrkjar sem fá greidda óskerta tekjutryggingu frá TRSÍ greiða 75% af kostnaði við nauðsynlega þjálfun fyrstu 30 meðferðaskipti á hverju 12 mánaða tímabili. SÍ greiðir 90% fyrir meðferðir umfram 30 út meðferðar ár.
Aldraðir og öryrkjar sem fá greidda skerta tekjutryggingu frá TRSÍ greiða 75% af kostnaði við nauðsynlega þjálfun fyrstu 30 meðferðaskipti á hverju 12 mánaða tímabili. SÍ greiðir 85% fyrir meðferðir umfram 30 út meðferðar ár.
Aldraðir og öryrkjar sem ekki fá greidda tekjutryggingu frá TRSÍ greiða 65% af kostnaði við nauðsynlega þjálfun fyrstu 30 meðferðaskipti á hverju 12 mánaða tímabili. SÍ greiðir 75% fyrir meðferðir umfram 30 út meðferðar ár.

----------   
Athygli er vakin á að fjölmörg stéttarfélög, eða sjúkrasjóðir þeirra, endurgreiða hlut sjúklings að hluta eða öllu leyti og er fólk hvatt til að kynna sér réttindi sín þar.
Um vinnuslys gilda sérstakar reglur hjá SÍ sem fólk er hvatt til að kynna sér, sjá: http://www.sjukra.is/slys/slysatryggingar/til-hvada-slysa-taka-tryggingarnar/vinnnuslys/ .
Sé um slysamál að ræða er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá tryggingafélagi sínu.
Sé um íþróttaslys að ræða er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá íþróttafélagi sínu og/eða Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ)  


Félag sjúkraþjálfara <> sjúkraþjálfun í 75 ár <> 1940 – 2015