FÉLÖG SEM EIGA AÐILD AÐ SIGL:

MILLI ÞESSARA FJÖGURRA FÉLAGA VAR GERÐUR SAMSTARFSSAMNINGUR UM REKSTUR SAMEIGINLEGRAR ÞJÓNUSTUSKRIFSTOFU SIGL (UPPHAFSSTAFIR FÉLAGANNA FJÖGURRA).

Samningurinn var undirritaður 30. september 2003. og tók skrifstofan formlega til starfa 1. október sama ár.

Stofnun þjónustuskrifstofunnar átti sér talsverðan aðdraganda og var að tillögu Halldóru Friðjónsdóttur, formanns BHM og Gísla Tryggvasonar, frkv.stj. BHM stofnað til viðræðna milli þessara fjögurra félaga um áramótin 2002/2003. Fljótlega kom í ljós að þau áttu ýmislegt sameiginlegt og fulltrúar þeirra fundu styrk í þessu samstarfi jafnframt því sem leitað var fyrirmyndar hjá núverandi þjónustuskrifstofu fimm BHM félaga, Huggarði, sem hefir reynst hafa marga góða kosti.

MARKMIÐIN VORU OG ERU ÞAU HELST:

  • Að hagræða í rekstri á skrifstofu og bæta þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna.
  • Að byggja upp, þróa og viðhalda þekkingu á kjara- og réttindamálum.
  • Að bæta aðgengi félagsmanna og kjörinna fulltrúa að þjónustu og upplýsingum.
  • Að samhæfa krafta stéttarfélaga í skyldum greinum.
  • Að bæta gagna- og skjalavörslu.
  • Að létta störf kjörinna fulltrúa í stjórnum og nefndum.

VEGNA BREYTTRA AÐSTÆÐNA HEFUR ÞESSUM SAMNINGI VERIÐ BREYTT TVISVAR SÍÐAN OG ERU ALLIR ÞESSIR SAMNINGAR HÉR FYRIR NEÐAN