Hefur þú áhuga á öldrunarsjúkraþjálfun?

29.07.2020

Lausar eru til umsóknar tvær stöður sjúkraþjálfara á Landakoti og Vífilsstöðum. Um er að ræða dagvinnu og er starfshlutfall 80-100%.

Hér er tækifærið til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins og vera hluti af liðsheild sem starfar í krefjandi og skemmtilegu umhverfi!

Lausar eru til umsóknar tvær stöður sjúkraþjálfara á Landakoti og Vífilsstöðum. Um er að ræða dagvinnu og er starfshlutfall 80-100%.

Sjúkraþjálfun á Landakoti sinnir fjölbreyttri og sérhæfðri endurhæfingu aldraðra. Lögð er áhersla á greiningarvinnu, fagþróun og þverfaglegt samstarf. Boðið verður upp á markvissa innleiðingu í starfið hjá reyndum sjúkraþjálfurum á sviði öldrunarsjúkraþjálfunar.

Sjúkraþjálfarar á Landakoti sinna þjálfun á legudeildum, dagdeild og eru starfandi í teymum á göngudeild öldrunarlækninga. Einnig hefur Landakot umsjón með sjúkraþjálfun á Vífilsstöðum en þar dvelja sjúklingar sem eru í bið eftir hjúkrunarheimilum.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Skoðun, mat og meðferð
» Skráning og skýrslugerð
» Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
» Þátttaka í þverfaglegum teymum
» Þátttaka í fagþróun
Hæfnikröfur
» Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
» Góð íslenskukunnátta
» Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
» Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
» Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað.

Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteini og starfsleyfi.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

STARFSHLUTFALL
80 - 100%
UMSÓKNARFRESTUR
04.08.2020

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Ragnheiður S Einarsdóttir, ragnheie@landspitali.is , 543 9306
Jóhanna Soffía Mar Óskarsdóttir, joosk@landspitali.is , 543 9839
LSH Sjúkraþjálfun
Hringbraut

101 Reykjavík