Heilsuborg óskar eftir sjúkraþjálfurum

Skráð 22.08.2019

Heilsuborg óskar eftir sjúkraþjálfara í hlutastarf annars vegar og fullt starf hins vegar. Báðar stöðurnar eru lausar til umsóknar strax.

Heilsuborg óskar eftir sjúkraþjálfara í hlutastarf annars vegar og fullt starf hins vegar. Báðar stöðurnar eru lausar til umsóknar strax.

Heilsuborg er um 100 manna vinnustaður þar sem saman eru komnar margar heilbrigðisstéttir. Mikil fjölbreyttni er í starfsemi Heilsuborgar og býður vinnustaðurinn upp á marga möguleika þegar kemur að þverfaglegum störfum. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og hönnuð með starfsemi Heilsuborgar í huga. Aðeins eru tvö ár síðan Heilsuborg flutti í þessa nýju aðstöðu að Bíldshöfða 9.

Þeir sjúkraþjálfarar sem starfa í Heilsuborg geta blandað saman almennri sjúkraþjálfun, hópakennslu og fræðslufyrirlestrum, svo dæmi séu tekin. Aðstaðan býður upp á hópakennslu í stórum og litlum æfingasölum, vel útbúnum tækjasal, sundlaug (í Mörkinni) og fyrirlestrarsal. Meðferðarherbergin eru vel útbúin og tækjakostur mjög góður. Sjúkraþjálfarar hafa m.a. aðgang að sónar tæki til greininga og meðferða. Mikið er lagt upp úr símenntun á ýmsu formi hjá sjúkraþjálfurunum í Heilsuborg og er auk þess mikil samvinna á meðal sjúkraþjálfaranna sem þar starfa.

Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á Hólmfríði B. Þorsteinsdóttur. fagstjóra sjúkraþjálfunar og stoðkerfisþjónustu í Heilsuborg: hofi@heilsuborg.is
Hólmfríður getur veitt allar nánari upplýsingar um störfin. Farið er með allar umsóknir og fyrispurnir sem trúnaðarmál.