Heilsuvitund sjúkraþjálfun leitar að sjúkraþjálfara

16.03.2020

Heilsuvitund sjúkraþjálfun býður þverfaglega þjónustu sjúkraþjálfara, sálfræðinga og mannauðsráðgjafa.

HEILSUVITUND SJÚKRAÞJÁLFUN LEITAR AÐ SJÚKRAÞJÁLFARA

Heilsuvitund sjúkraþjálfun býður þverfaglega þjónustu sjúkraþjálfara, sálfræðinga og mannauðsráðgjafa. Markmiðið okkar er að efla bjargir þjónustuþega, bæta lífsgæði þeirra og hjálpa til að ná þeim árangri sem óskað er. Þjónustuþegar eru einstaklingar, hópar og fyrirtæki. Við erum ungt fyrirtæki í þróun og það bjóðast miklir möguleikar á að hafa áhrif á stefnu og starfshætti fyrirtækisins.

Sjúkraþjálfarar okkar fá einstakt tækifæri til að móta starf sitt og áherslur þess. Hvort sem vera mætti nálgun í einstaklingsmeðferð, meðferð með hópa, fyrirlestra, námskeið eða vinnuvernd innan fyrirtækja.
Góð kjör og miklir möguleikar í boði.

Starfshlutfall: 50 – 100% sem sjálfstætt starfandi innan ramma fyrirtækisins.

Hægt er að senda starfsumsókn á heilsuvitund@heilsuvitund.is Fulls trúnaðar er heitið gagnvart umsækjendum.

HELSTU VERKEFNI
 Sjúkraþjálfun
 Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

HÆFNISKRÖFUR
 Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar
 Sjálfstæði í vinnubrögðum
 Vilji til að vinna í teymi
 Sjúkraþjálfararéttindi