Hjúkrunarheimilið Lundur Hellu

16.06.2020

Sjúkraþjálfari óskast – aðstaða til leigu

Hjúkrunarheimilið Lundur á Hellu óskar eftir sjúkraþjálfara til að taka að sér skipulag og umsjón sjúkraþjálfunar á stofnuninni frá og með 1. september 2020. Um er að ræða 20% starfsfhlutfall eða verktakavinna, allt eftir samkomulagi. Á Lundi búa að jafnaði 33 íbúar og góð aðstaða er til sjúkraþjálfunar með tækjum. Aðstaðan fæst einnig leigð út fyrir sjúkraþjálfara frá og með 1. september 2020.

Upplýsingar veitir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir hjúkrunarforstjóri á Lundi og umsóknir og fyrirspurnir sendist á margret@hellu.is fyrir 1. ágúst n.k.