Hrafnista Skógarbæ

25.08.2020

Hrafnista Skógarbæ óskar eftir aðstoðardeildarstjóra sjúkra- og iðjuþjálfunar í 80% stöðu.
Hrafnista í Skógarbæ óskar eftir aðstoðardeildarstjóra sjúkra- og iðjuþjálfunar í 80% stöðu, sem er tilbúnn að takast á við fjölbreytt og gefandi störf.


Starfssvið
• Aðstoð við stjórnun og rekstur á starfsemi deildarinnar
• Aðstoð við að skipuleggja störf starfsfólks í samræmi við þarfir þjónustuþega
• Aðstoðar við umsjón á eftirliti og mati á gæðum sjúkra- og iðjuþjálfunar
• Skoðun, mat og meðferð
• Ráðgjöf og fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
• Teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur
• Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
• Jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæði
• Góð samskiptahæfni og faglegur metnaður
• Þekking á RAI mælitækinu er kostur

Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun. Hrafnista er fjölskylduvænn vinnustaður.

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Lilja Dögg Vilbergsdóttir, deildarstjóri iðju- og sjúkraþjálfunar í síma 695-7181 eða tölvupósti lilja.vilbergsdottir@hrafnista.is