Hreyfistjóri/Sjúkraþjálfari óskast á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja HSS

14.09.2020

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa. Um er að ræða fast starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi.

Á stofnuninni ríkir afbragðs góður starfsandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hreyfistjóri/sjúkraþjálfari sér um móttöku skjólstæðinga sem eru með uppáskrifaðan hreyfiseðil frá lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni. Gera þarf viðeigandi mælingar og mat, skipuleggja og fylgja eftir hreyfiáætlun sem meðferðarúrræði í samráði við skjólstæðing.

Sjúkraþjálfarar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfnikröfur
Sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi
Tveggja ára starfsreynsla sem sjúkraþjálfari
Góð íslenskukunnátta
Faglegur metnaður og vandvirkni
Þekking á áhugahvetjandi samtalstækni
Góð samskiptahæfni
Sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið
Starfshlutfall er 20%
Nánari upplýsingar veitir Sara Guðmundsdóttir - sara@hss.is - 422-0629