K!M ENDURHÆFING

25.05.2020

K!M ENDURHÆFING leitar að framúrskarandi sjúkraþjálfurum

Ert þú árangursdrifinn og metnaðarfullur sjúkraþjálfari, tilbúinn að takast á við krefjandi áskoranir og vilt hafa mótandi áhrif á greinina á alþjóðlegum vettvangi? Þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig.

Við ætlum að fjölga í teyminu og óskum því eftir að ráða fleiri metnaðarfulla sjúkraþjálfara sem eru tilbúnir að takast á við áskoranir sjúkraþjálfunar á nýjan hátt í kraftmiklu og þverfaglegu starfsumhverfi.

Sýn
Við hjá K!M ENDURHÆFING leggjum metnað okkar í að veita þeim sem glíma við stoðkerfisvandamál árangursríka þjónustu. Okkar markmið er að bjóða upp á sérsniðnar endurhæfingarmeðferðir byggðar á viðurkenndum aðferðum, mælingum og þjálfunartækni sem auka skilvirkni og árangur endurhæfingar.

Einstakt tækifæri
Við höfum gengið til liðs við starfslið Heilsuverndar í Urðarhvarfi 14, Kópavogi. Við beitum þverfaglegri nálgun sem tryggir heildræna meðferð við endurhæfingu okkar skjólstæðinga. Við erum í nánu samstarfi við NeckCare, tæknifyrirtæki á sviði lækninga og framleiðanda NeckSmart kerfisins, sem gerir okkur kleift að taka forystuhlutverk í að innleiða og beita tæknilegri nálgun við mat og meðferð ýmissa vandamála tengdu stoðkerfinu.

Þú munt hafa tækifæri til að leggja þitt af mörkum við þróun verkefna, þróa og beita framsæknum meðferðaraðferðum sem stuðla að bættri upplifun skjólstæðinga og hámarka klíniskan árangur.

Fókus
Við leggjum áherslu á að þjónusta skjólstæðinga sem þjást af langvarandi einkennum frá stoðkerfinu. Sérstök áhersla er á háls- og hryggsúlu. Saman munum við innleiða og beita tæknilegri og skilvirkri meðferð í endurhæfingu skjólstæðinga sem þjást af hálsverkjum.

Við óskum eftir sjúkraþjálfurum sem hafa reynslu af meðhöndlun og beitingu meðferðar á háls- og hryggsúlu.

Hæfniskröfur

  • Löggilt sjúkraþjálfarapróf og íslenskt starfsleyfi landlæknis
  • Jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð
  • Hæfni til þess að vinna í þverfaglegu teymi og áhugi á alþjóðlegu samstarfi
  • Framsækni og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Reynsla og/þekking á meðferð og greiningu stoðkerfissjúkraþjálfunar er styrkur
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð enskukunnátta

Nánari upplýsingar og umsókn
Áhugasamir hafi samband við Kim De Roy. Sendu tölvupóst á netfangið kim@kimphysio.com og við munum hafa samband innan skamms.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Contact: kim@kimphysio.com                                              www.kimphysio.com