Landspítalinn - endurhæfing hjartasjúklinga - umsóknarfrestur framlengdur til 28.09.

07.09.2020

Óskað er eftir sjúkraþjálfara til starfa á hjartadeildum (hjartaskurðdeild/ hjartalyflækningadeild/ hjartagátt) og hjartagöngudeild Landspítala. 

Unnið er náið með öðrum sjúkraþjálfurum innan fagsviðsins. Á hjartagöngudeild er hópþjálfun á stigi I ásamt endurhæfingu fyrir t.d. tilvonandi hjartaþega.

Boðið verður upp á sérhæfða, markvissa þjálfun hjá sérfróðum sjúkraþjálfurum á sviði hjartaendurhæfingar. Sjúkraþjálfun við Hringbraut sinnir gæsluvöktum á kvöldin og um helgar.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Skoðun, mat og meðferð vegna vandamála sem tengjast hjarta
» Skráning og skýrslugerð
» Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
» Þátttaka í þverfaglegum teymum
» Þátttaka í fagþróun

Hæfnikröfur
» Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
» Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
» Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
» Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
» Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.09.2020

Nánari upplýsingar veitir
Ragnheiður S Einarsdóttir - ragnheie@landspitali.is - 543 9306
Ingibjörg Magnúsdóttir - ingimagn@landspitali.is - 543 9304

Landspítali
Sjúkraþjálfun
Hringbraut
101 Reykjavík