Sjúkraþjálfarar óskast á Landspítala

Viltu vinna með skemmtilegu fólki þar sem þú færð tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins?
Viltu vera hluti af liðsheild sem starfar í krefjandi og skemmtilegu umhverfi? Þá er tækifærið hér!

Viltu vinna með skemmtilegu fólki þar sem þú færð tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins?
Viltu vera hluti af liðsheild sem starfar í krefjandi og skemmtilegu umhverfi? Þá er tækifærið hér!

Við auglýsum eftir sjúkraþjálfurum til starfa á Landspítala. Við Sjúkraþjálfun starfa um 85 sjúkraþjálfarar á starfseiningum víðs vegar um spítalann. Lögð er áhersla á fyrsta flokks þjónustu, fagþróun, rannsóknir og kennslu heilbrigðisstétta og þverfaglegt samstarf.

Starfseiningar Sjúkraþjálfunar:
Sjúkraþjálfun í Fossvogi og á Hringbraut sinnir bráðadeildum og göngudeildum með gæsluvöktum á kvöldin og um helgar.
Á Grensási fer fram fjölbreytt og sérhæfð endurhæfing sjúklinga m.a. með skaða í miðtaugakerfi, fjöláverka, aflimanir auk almennrar endurhæfingar.
Á Landakoti fer fram mat, meðferð og endurhæfing aldraðra.
Á líknardeild er starfsemi deildarinnar byggð á hugmyndafræði líknarmeðferðar. Þar er veitt sérhæfð einkennameðferð, ráðgjöf og stuðningur til sjúklinga með langt gengna sjúkdóma og aðstandenda þeirra.
Á Kleppi fer fram endurhæfing fólks með geðsjúkdóma.
Á Vífilsstöðum fer fram þjálfun og meðferð einstaklinga með gilt færni og heilsufarsmat og eru í bið eftir hjúkrunarheimili.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Ábyrgð á þeirri sjúkraþjálfun sem veitt er og mat á árangri meðferðar
» Skráning og skýrslugerð
» Fræðsla og skipulagning starfa aðstoðarfólks sjúkraþjálfara á deild/um
» Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
» Þátttaka í þverfaglegu samstarfi/ teymi
» Þátttaka í fagþróun

Hæfnikröfur
» Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
» Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
»Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
»Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Um er að ræða 4 stöðugildi og er starfshlutfall samkomulagsatriði. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 50 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.01.2018
Sækja um:   http://www.landspitali.is/um-landspitala/laus-storf/

Nánari upplýsingar veitir
Ragnheiður S Einarsdóttir - ragnheie@landspitali.is - 543 9306

Skráð 18.01.2018