Sjúkraþjálfari óskast

Heimaþjónusta Reykjavíkur auglýsir eftir sjúkraþjálfara í 80-100% starf í endurhæfingarteymi sem hefur störf 1.mars 2018 eða eftir samkomulagi.

Heimaþjónusta Reykjavíkur auglýsir eftir sjúkraþjálfara í 80-100% starf í endurhæfingarteymi sem hefur störf 1.mars 2018 eða eftir samkomulagi.

Um er að ræða nýja þjónustutegund á Íslandi á vegum heimaþjónustu Reykjavíkur þar sem unnið er eftir hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsum sem hófst í Fredericia í Danmörku árið 2007 og lögð mikil áhersla á heildræna nálgun og valdeflingu. Þjónustan byggist á samráði við skjólstæðing og þverfaglegri teymisvinnu við heimahjúkrun, félagslega heimaþjónustu, heimilislæknir og aðra fagaðila sem tengjast skjólstæðingnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraþjálfari ber ábyrgð á því að meta þjónustuþörf, veita þjálfun, ráðgjöf, stuðning, meðferð og eftirfylgni í samvinnu við aðrar fagstéttir teymisins. 
Þróun og þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri uppbyggingu.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi í sjúkraþjálfun.
  • Skipulagshæfni og faglegur metnaður.
  • Góð hæfni og heiðarleiki í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs og teymisvinnu.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
  • Reynsla af endurhæfingu æskileg.
  • Góð íslensku kunnátta skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Félags sjúkraþjálfara.
Starfshlutfall: 80-100%
Umsóknarfrestur: 14.1.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir í síma
411-9609 og tölvupósti gudrun.johanna.hallgrimsdottir@reykjavik.is    

Umsóknarfrestur er til 14. janúar: http://reykjavik.is/laus-storf/vel?starf=00003971

Heimaþjónusta Reykjavíkur
Heimaþjónusta Hraunbæ, endurhæfing
Hraunbæ 119
110 Reykjavík
Skráð 05.01.2018