Sjúkraþjálfari óskast til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja HSS

14.09.2020

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa. Um er að ræða framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi.

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf. Aðstaða til sjúkraþjálfunar er góð og á stofnuninni ríkir afbragðs góður starfsandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraþjálfari sinnir sjúkrahúss- og heilsugæslusviði og starfar í nánu samstarfi við fagfólk á deildum stofnunarinnar. Starfsvið eru m.a. almenn lyflækningadeild, hjartaendurhæfing og vinna með hvíldar- og endurhæfingarinnlagnir.

Sjúkraþjálfarar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfnikröfur:
Sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi
Góð íslenskukunnátta
Faglegur metnaður og vandvirkni
Góð samskiptahæfni
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Starfsreynsla er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.
Starfshlutfall er 80 - 100%

Nánari upplýsingar veitir Sara Guðmundsdóttir - sara@hss.is - 422-0629