Sjúkraþjálfari/ tímabundið starf - Nýtt fyrirkomulag

Skráð 13.02.2020

Sjúkraþjálfun Landspítala vill ráða til starfa 2 öfluga liðsmenn sem vilja kynna sér þann fjölbreytileika sem í boði er hjá okkur.

Sjúkraþjálfun Landspítala vill ráða til starfa 2 öfluga liðsmenn sem vilja kynna sér þann fjölbreytileika sem í boði er hjá okkur. Um er að ræða nýtt fyrirkomulag þar sem unnið er í 3 mánuði á hverri starfsstöð fyrir sig. Störfin eru tímabundin til eins árs. Unnið er í dagvinnu eingöngu og er upphaf starfs og starfshlutfall samkomulag.

Störf þessi ná yfir starfsemi Sjúkraþjálfunar Landspítala á eftirfarandi starfsstöðvum:
Í Fossvogi og við Hringbraut sem sinnir bráðadeildum og göngudeildum með gæsluvöktum á kvöldin og um helgar. Á Grensási þar fer fram fjölbreytt og sérhæfð endurhæfing sjúklinga m.a. með skaða í miðtaugakerfi, fjöláverka, aflimanir auk almennrar endurhæfingar. Á Landakoti þar sem fer fram mat, meðferð og endurhæfing aldraðra.

Við bjóðum velkomna jafnt reynslubolta sem nýútskrifaða sjúkraþjálfara í okkar góða hóp. Í boði eru fjölbreytt og lífleg störf og tækifæri til að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins og vera hluti af liðsheild.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skoðun, mat og meðferð
  • Skráning og skýrslugerð
  • Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
  • Þátttaka í þverfaglegum teymum
  • Þátttaka í fagþróun


Hæfnikröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslensku kunnátta


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteini og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Nánari upplýsingar um Sjúkraþjálfun Landspítala
Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 09.03.2020
Nánari upplýsingar veitir
Ragnheiður S Einarsdóttir - ragnheie@landspitali.is - 543 9306

Landspítali
Sjúkraþjálfun
Hringbraut
101 Reykjavík

Sækja um starf